SOS sögur 25.mars 2019

Yfirgefin strax eftir fæðingu – í Evrópu

Allt að 40 nýfædd börn eru yfirgefin á sjúkrahúsinu í Pristina í Kósovó á hverju ári. Þau voru ekki velkomin í þennan heim. Þegar börnin gráta fá þau pela og hjúkrunarfræðingarnir reyna að sinna þeim en hafa nóg annað að gera.

SOS Barnaþorpin í Kósovó eru einu samtökin sem hjálpa þessum yfirgefnu nýburum.
Börnin fá bráðabirgðaheimili hjá SOS-móður í barnaþorpi þar til yfirvöld hafa fundið hentuga og varanlega lausn fyrir hvert barn.

Flest eru börnin ættleidd innanlands, enda er langur biðlisti eftir ættleiðingum. En ættleiðingaferlið tekur langan tíma og fyrstu dagar ævinnar eru mikilvægir, svo börnin njóta góðs af því til frambúðar að fá umönnun SOS-móður.

Ef SOS Barnaþorpanna nyti ekki við myndu börnin verja fyrstu vikum og mánuðum ævi sinnar á sjúkrahúsi þar sem hinir og þessir starfsmenn reyna að mæta þörfum þeirra í ófjölskylduvænu umhverfi.

Vlora Jakupi er ein þessara SOS-mæðra sem sér nýfæddum börnum fyrir ást og umhyggju. „Börn hafa þörf fyrir hlýju og nálægð á hverjum einasta degi. Og þau þurfa að skynja að einhverjum þykir vænt um þau,“ segir Vlora.

Myndin er fengin frá SOS Barnaþorpunum í Danmörku.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði