SOS sögur 24.maí 2019

Ungar systur skildar eftir á lestarstöð

Verslunareigandi nokkur á lestarstöðinni í Faridabad í Indlandi tók eftir því í ágúst sl. að tvær ungur stúlkur, þriggja og fjögurra ára, ráfuðu þar einar um. Hann fylgdist með þeim í þrjár klukkustundir og velti því allan tímann fyrir sér hvort þær væru ekki örugglega í fylgd foreldra sinna. En þær reyndust vera einar og eftirlitslausar systur sem voru skildar eftir á lestarstöðinni.

GERAST SOS-STYRKTARFORELDRI

Dætur meiri „byrði“ en synir

Daginn eftir fór lögreglan með systurnar í SOS barnaþorpið í Faridabad sem er skammt suður af Nýju Delí. Þar áttu þær að dvelja meðan foreldra þeirra eða ættingja var leitað. Nú níu mánuðum síðar hefur enn enginn ættingi þeirra gefið sig fram. „Þær eru heppnar að hafa komið hingað heilar á húfi. Þær hefðu geta lent í hverju sem er, eftirlitslausar á lestarstöðinni,“ segir Tsewang Paldon, framkvæmdastjóri barnaþorpsins.

Þetta er því miður mjög algengt í Indlandi þar sem þúsundir barna eru yfirgefnar á álíka hátt og mikill meirihluti þeirra eru stúlkur. Dætur eru meiri byrði á fátækum fjölskyldum en synir vegna skyldu sem hvílir á þeim um heimanmund í upphafi hjónabands.

Systurnar komnar langt aðIndia_CV Faridabad_SOS mother hugging girls outdoors_RMiller-5.JPG

SOS barnaþorpið í Faridabad fær fjögur til fimm börn á mánuði í tímabundna gæslu meðan leitað er að ættingjum þeirra og unnið að lausn á búsetuúrræði fyrir þau. „Við þekkjum mörg dæmi um þetta. Foreldrarnir neyðast til að gera þetta því þeir geta ekki séð fyrir börnunum. Stundum getur lögreglan fundið ættingja þessarra barna en í öðrum eins og þessum tekst það ekki,“ segir Tsewang.

Svo virðist sem systurnar séu komnar langt að. Þær tala tungumál sem talið er að sé frá svæðinu Bihar, í yfir þúsund km fjarlægð frá Faridabad. Þær voru með poka á sér sem í voru nokkrir litlir kjólar.

Hamingjusamar hjá SOS-móður

SOS-móðirin Jharna hefur tekið stúlkurnar að sér og hefur myndast mikið traust á milli þeirra. „Þegar þær eru að fara í háttinn talar eldri systirin mikið um fjölskyldu sína og hvað kom fyrir þær. Það er samt erfitt að skilja hvað þær eiga við með því sem þær segja,“ segir Jharna. Systurnar vilja sofa nálægt henni og þær tala aldrei meira en þá, einmitt fyrir svefninn.

Þær brosa og njóta sín á heimilinu umkringdar SOS-bræðrum og systrum. „Þær eru hamingjusamar hérna,“" bætir Jharna við að lokum.

Íslendingar eru SOS-styrktarforldrar fimm barna í þorpinu í Faridabad. Þú getur bæst í hóp þeirra hér.

India_CV Faridabad_SOS mother walking with girls_RMiller-2.JPG

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og veitir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Viljir þú styrkja barn í tilteknu landi, t.d. í Króatíu, skrifar þú einfaldlega „Króatía" í dálkinn fyrir athugasemdir.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði