SOS sögur 16.júlí 2016

Umkomulaus börn í Síerra Leóne blómstra hjá SOS Barnaþorpunum

SOS Barnaþorpin í Síerra Leóne eru heimili fyrir börn sem af einhverjum ástæðum geta ekki búið með líffræðilegri fjölskyldu sinni. Ólivía er ein þeirra barna og hér fáum við að kynnast sögu hennar.

Ólivía er aðeins 10 ára en líf hennar hefur nú þegar verið ansi viðburðamikið. Hún fæddist árið 2006 inn í erfiðar fjölskylduaðstæður. Faðir hennar starfaði í hernum í öðrum bæ, um 400 kílómetrum frá fjölskyldunni, þegar Ólivía fæddist. Hann heimsótti sjaldan og þegar hann gerði það hafði hann lítið á milli handanna fyrir fjölskylduna.

Ólivía og þrjár systur hennar lifðu því að miklu leiti á atvinnulausri móður þeirra, Yeanoh. Þetta var ekki auðvelt. Yeanoh notaði það litla fé sem hún átti til að skapa sér vinnu. Hún bar Ólivíu á baki sínu á meðan hún seldi ýmsa hluti á götum úti. Gróðinn dugði einungis til að sjá börnum fyrir einni máltíð á dag.

Aðstæður urðu verri. Vegna slæms veðurs og hættulegra moskítóbita urðu Yeanoh og Ólivía veikar, líklega af malaríu. Yeanoh lést vegna sjúkdómsins og börnin voru skilin eftir foreldralaus. Góðhjartaðir nágrannar reyndu að hjálpa, en höfðu ekki burði til að gefa systrunum þá umönnun sem þarfnaðist.

Von í augsýn

Ólivía varð veikari. Nágrannarnir leituðu aðstoðar hjá félagsmálaráðuneytinu í landinu og haft var samband við SOS Barnaþorpin. Stuttu seinna voru systurnar komnar til barnaþorpsins í Freetown.

Ólivía var aðeins 11 mánaða þegar hún varð hluti af SOS-fjölskyldu. Síðan þá hefur Ólivía lifað hamingjusömu lífi í umhverfi þar sem þörfum hennar er mætt. Hún fær persónulegan stuðning svo hún geti notið barnæskunnar eins vel og unnt er.

„Hvað ef hún hefði dáið? Er spurning sem ég spyr mig á hverjum degi þegar Ólivía kemur á skrifstofuna mína á leið heim úr skólanum.“ Þetta segir Braima Sewa, aðstoðarforstjóri SOS Barnaþorpanna í Freetown.

Svo kom Ebólan

Ólivía blómstraði sem barn þar til Ebóla kom til Sierra Leone árið 2014.

„Mamma sagði mér að mörg börn dóu úr Ebólu. Ég vorkenni þeim,“sagði Ólivía sem tók faraldinn inn á sig. Hún vissi að sjúkdómurinn var lífshættulegur og dreifður en skildi ekki alveg hvað væri í gagni. Hún æfði sig hins vegar á hverjum degi í öryggisatriðum til að komast hjá skjúkdómnum. „Ekki snerta mig, Ebóla er að ganga,“ sagði hún oft við börn í þorpinu.

Ólivía er núna 10 ára og gengur í alþjóðlega Hermann Gmeiner skólann í Freetown . Hún er lífleg og glöð stelpa sem finnst gaman að dansa og horfa á teiknimyndir. Þegar veðrið er gott leikur Ólivía sér úti með vinum sínum.

Ebólufaraldurinn hefur enn áhrif

Síerra Leóne er eitt af fátækustu löndum heimsins og hefur um 6 milljón íbúa. Meira en 60% íbúa lifir á minna en 1,24 bandaríkjadölum á dag samkvæmt Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP). Efnahagur landsins er afar háður þróunaraðstoð og landbúnaður er stærsta atvinnugreinin.

Ebólufaraldurinn kom til Síerra Leóne þegar landið var að jafna sig eftir áratuga-efnahagsvandamál og ellefu ára átök vegna borgarastyrjaldar sem lauk árið 2002. Síerra Leóne er enn a kljást við að afleiðingar Ebólufaraldsins sem varði í tvö ár og drap meira en 3,900 manns og skildi þúsundir barna í landinu eftir munaðarlaus.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði