SOS sögur 14.maí 2024

Tvíburasystur úr barnaþorpi spila með landsliðinu

Tvíburasystur úr barnaþorpi spila með landsliðinu

Awa og Adama eru tvíburasystur sem spila með kvennalandsliði Gambíu í fótbolta og er Adama komin í atvinnumennsku til Frakklands. Þær misstu móður sína ungar að árum og ólust upp í SOS barnaþorpinu í Bakoteh í útjaðri höfuðborgarinnar Banjul því faðir þeirra var hvergi nærri. Þegar við hittum þær systur árið 2021 ráku þær sjoppu við hliðina á barnaþorpinu ásamt bróður sínum.

Þær gátu þá ekki lifað af spilamennsku sinni í fótboltanum svo systkinin lifðu af því að selja mat til 200 nemenda í skóla við hliðina á barnaþorpinu þar sem þær ólust upp. Eftir að systurnar útskrifuðust úr skólanum fóru þær í veitinganám og komu sér upp þessum rekstri og seldu kjúkling, hrísgrjón og brauð.

SOS Barnaþorpin í Þýskalandi hittu systurnar árið 2021 og leyfðu okkur þá að kynnast þeim í meðfylgjandi myndbandi.

Æfði fótbolta með strákum

Þegar veitingasölunni lauk klukkan 14 fóru þær á fótboltaæfingu. Awa spilar sem varnarsinnaður miðjumaður en Adama er markaskorari mikill og spilar sem framherji. „Adama er markahæsti leikmaðurinn i landsliðinu og Awa er líka góður leikmaður, en Adama er stjarnan okkar,“ segir landsliðsþjálfarinn.

Adama byrjaði að spila fótbolta með strákum snemma í grunnskóla og fram eftir unglingsaldri. Það virðist hafa eflt hana til muna því um það leyti sem við hittum hana hafði hún skorað 165 mörk í 114 leikjum. Þegar Adama var 18 ára komst hún á reynslu hjá frönsku stórliðunum Paris Saint-Germain og Lyon.

Systurnar fara á fótboltaæfingu strax eftir að vinnu lýkur síðdegis. Systurnar fara á fótboltaæfingu strax eftir að vinnu lýkur síðdegis.

Komin í atvinnumennsku til Frakklands

Í dag er Adama 25 ára og leikur með Cannes í þriðju efstu deild í franska fótboltanum þar sem hún hefur skorað 16 mörk í 19 deildarleikjum á yfirstandandi keppnistímabili. Liðið er í öðru sæti deildarinnar og á góðan möguleika á að komast upp í næst efstu deild.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði