SOS sögur 10.júlí 2018

Tomasz Þór heimsótti barnaþorp í Litháen

Snapchat-1294756283.jpgUm 30 Íslendingar eru styrktarforeldrar barna í SOS Barnaþorpinu í Vilníus í Litháen. Tomasz Þór Veruson, meðlimur í fulltrúaráði SOS Barnaþorpanna á Íslandi, heimsótti þorpið á dögunum.

„Í mars síðastliðnum fékk ég tækifæri til að heimsækja SOS barnaþorpið í Vilníus í Litháen, fræðast um starfið sem þar fer fram og árangurinn sem það hefur skilað. Barnaþorpið er staðsett rétt fyrir utan höfuðborgina, falleg lítil þyrping af húsum þar sem börnin búa ásamt fósturforeldrum sínum. Þau stunda svo skóla eins og önnur börn í borginni sjálfri, fara þangað með strætó á hverjum degi og lifa þess utan hefbundnu lífi. Mörg þeirra eru í íþróttum eða tónlistarnámi og því allar dyr opnar hvað framtíð varðar.

Afmælisveisla í undirbúningi

En eins og í öðrum SOS barnaþorpum er mikið lagt upp úr námi, að börnin öðlist þekkingu og fræðslu og standi öðrum jafnfætis þrátt fyrir sína fyrri sögu eða stöðu. Það var því mjög gaman að sjá hvað börnin eru þakklát fyrir þetta, fyrir það að geta stundað nám, fá aðstoðina við að læra heima og verðlaunin þegar vel er að staðið.

Fóstrurnar sem ganga börnunum í foreldrastað eru afar ljúfar og vinna þarna gott verk við að ala börnin upp. Þeirra dagar eru fjölbreytilegir og var ein t.d. að undirbúa afmæli fyrir eitt barnið seinna um daginn, bakaði kökur og skreytti.

Gaman að sjá hvert framlagið fer

Heimilin eru látlaus og laus við allan íburð. Í flestum tilfellum hafa þorpin fengið húsgögn og annað gefins en keypt svo inn aðra hluti fyrir framlögin sem þeim eru úthlutuð. Öll húsin eru með aðgang að tölvu og krakkarnir eru ansi færir á þær eins og ég fékk að sjá.

Á heildina litið var þetta skemmtileg og fróðleg heimsókn. Það er gaman að skoða nánar starfið sem SOS Barnaþorpin eru að vinna út um allan heim og sjá í raun hvert og í hvað framlag manns fer.

Takk fyrir mig!
Tómasz Þór“

Á Facebook síðu okkar má sjá myndir frá heimsókn Tomaszar í barnaþorpið.


SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði