SOS sögur 19.mars 2018

Til bestu mömmu í heimi

Árið 2015 fengu fjögur systkini frá Rússlandi nýja fjölskyldu í annað sinn. Fyrst misstu þau foreldra sína og fengu þá nýja fjölskyldu í SOS Barnaþorpi. Hálfu ári síðar lést SOS-móðir þeirra í flugslysi og þau fengu nýja SOS-móður sem heitir Oksana.

Oksana segir að börnin hafi verið í miklu áfalli þegar þau komu til hennar. „Ég fékk erfitt verkefni í hendurnar,“ segir hún. „Fyrstu mánuðirnir voru mjög erfiðir.“

Erfiðast fannst Oksönu að vinna traust elsta systkinisins, hins 11 ára Artemis. Hann treysti ekki Oksönu, lokaði sig af og neitaði að tala við hana.

oksana.jpgSvo gerðist það að yngsta systkinið, Leyna, veiktist og fékk háan hita. Oksana vakti með hana í fanginu heila nótt. Artemi hafði áhyggjur af litlu systur sinni og Oksana lofaði honum að hún skyldi fara með hana til læknis ef hún yrði ekki betri daginn eftir.

„Daginn eftir var Leyna litla miklu betri og Artemi gerði sér grein fyrir því að ég hafði hugsað vel um hana. Eftir það fór hann að treysta mér,“ segir Oksana með tárin í augunum.

8. mars sl. á baráttudegi kvenna fékk Oksana svo gjöf frá Artemi; teikningu af blómavasa. Á myndina hafði hann skrifað: „Til bestu mömmu í heimi.“

„Ég gaf honum stórt knús,“ segir Oksana. „Ég elska börnin mín sem mín eigin. Þú veist, ég mun aldrei yfirgefa þau. Þau eru hluti af lífi mínu.“

 

Ljósm. Nina Ruud

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði