SOS sögur 4.október 2017

Þurfti að læra að fara í sturtu

Emidio var fimm ára gamall þegar nágrannar hans tóku hann að sér eftir að foreldrar hans létust. Hinsvegar gat nágranni hans ekki séð fyrir honum vegna fátæktar og fékk Emidio sjaldan að borða. Þegar Emidio var sex ára gamall eignaðist hann nýtt heimili í SOS Barnaþorpinu í Chimoio í Mósambík en í dag er Emidio tólf ára.

„Nýja fjölskyldan í barnaþorpinu þurfti að kenna mér ýmislegt,“ segir Emidio. „Ég þurfti að læra að fara í sturtu, bursta tennurnar og fara úr óhreinum fötum. Þegar ég kom var það mín heitasta ósk að fara í skóla. Ég öfundaði krakkana fengu að vera í skólabúning með tösku á bakinu. Ég ætlaði ekki að trúa því þegar SOS mamma mín spurði hvort ég væri ekki tilbúin í skólann,“ segir hann.

Og Emidio náði ótrúlega góðum árangri í skólanum en nú í vor var kominn tími til að fara í áframhaldandi nám. „Nú er ég orðinn tólf ára og þá hafði ég val um að fara í venjulegan framhaldsskóla eða tækniskóla. Mig dreymir um að verða rafvirki og því valdi ég tækniskólann,“ segir Emidio.

Emidio mætti nokkrum erfiðleikum í nýja skólann. Námsefnið var erfiðara en hafði búist við og var Emidio ekki vanur slíkum aðstæðum. Hann vissi ekki hvernig hann ætti að takast á við þessa erfiðleika og fann fljótlega fyrir þunglyndi og kvíða. Hann einangraði sig og vildi ekki tala um hlutina.

Claudia Duarte, félagsráðgjafinn í þorpinu tók eftir breytingum á Emidio og talaði við hann. „Fljótlega kom í ljós að Emido hafði miklar áhyggjur af einkunnum sínum. Hann var hræddur við að mistakast og vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við. Við ræddum málin og hvernig maður tekst á við erfiðleika. Við ákváðum svo að hann myndi hitta einkakennara sem gæti hjálpað honum með námsefnið. Emidio er frábær nemandi og framtíð hans er afar björt,“ segir Claudia.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði