SOS sögur 9.mars 2016

„Þessi börn eru framtíðin"

„Einn dag árið 2012 vaknaði ég við hávær sprengjuhljóð. Börnin komu hlaupandi inn í herbergið mitt og við hlustuðum saman á óhljóðin. Ég var afar hrædd en gat ekki leyft börnunum mínum að sjá það. Börn þurfa að finna fyrir því að þau sé örugg og vegna fortíðar barnanna minna þurfa þau sérstaklega mikið á því að halda,“ segir Souda, SOS móðir í barnaþorpinu í Qadsaya í Sýrlandi.

„Við þurftum að yfirgefa heimilið okkar í nokkra daga vegna átakanna en gátum svo snúið til baka. Því miður eru ekki allir sem geta það,“ segir hún sorgmædd en staðreyndin er sú að tæplega sex milljónir barna í Sýrlandi hafa þurft að flýja heimili sín. „Sýrlensk börn eru að upplifa tíma sem ekkert barn ætti að þurfa að upplifa. Þau búa við mikla óvissu og hræðslu ásamt því að mörg þeirra hafa misst foreldra sína eða aðra ástvini.“

DSC07818.JPGSouda hefur starfað sem SOS móðir í tuttugu ár en segist aldrei hafa þurft að sýna eins mikið hugrekki og núna. „Frá því að stríðið hófst hef ég tekið á móti börnum sem misst hafa allt á einu augabragði. Þegar þau koma fyrst í þorpið eru þau í áfalli og oftar en ekki vannærð. Þessi börn þurfa mjög mikla ástúð og ég þarf alltaf að vera til staðar fyrir þau, bæði á góðu og slæmu dögunum.“

„Börn eiga skilið að lifa hamingjuríku og áhyggjulausu lífi. Börnin mín geta það ekki á þessum stríðstímum en ég verð þá að gera mitt allra besta til að gera líf þeirra eins gott og mögulegt er. Ég veiti þeim stöðugleika og ást ásamt því að sinna öðrum grunnþörfum þeirra. Því þessi börn eru framtíðin og við þurfum á því að halda að framtíðin sé björt,“ segir Souda að lokum.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði