SOS sögur 2.mars 2016

Telur sig vera heppinn

Sanjay Verma missti foreldra sína og fimm systkini í hörmulegu gasslysi sem varð í borginni Bhopal á Indlandi árið 1984. Sanjay var aðeins sex mánaða þegar slysið varð og komst lífs af ásamt eldri systur sinni. Eftir slysið fengu systkinin nýtt heimili í SOS Barnaþorpinu í Bhopal. Sanjay er 31 árs í dag og er aðgerðarsinni sem beitir sér fyrir réttindum þeirra sem lentu í gasslysinu. Yfir fimmtán þúsund manns létust í slysinu ásamt þeim sem slösuðust eða veiktust. Sanjay svaraði nokkrum spurningum um slysið, starfið og æskuárin í barnaþorpinu.

Hvaða þýðingu hafa SOS Barnaþorpin fyrir þig? SOS Barnaþorpið var heimili mitt og ég man ekki eftir lífi mínu fyrir slysið, enda mjög ungur. Ég get ekki ímyndað mér hvernig líf mitt væri í dag ef ég hefði ekki fengið heimili í barnaþorpinu. Ég tel mig vera mjög heppinn að hafa fengið tækifæri á að alast upp á svona ástríku heimili.

Nú starfar þú sem aðgerðasinni í þágu fórnarlamba gasslyssins. Hvað felst í starfinu? Ég og allir þeir sem berjast fyrir réttindum fórnarlamba slyssins, vonumst eftir breytingum. Þá vonumst við eftir því að fyrirtæki, yfirvöld og einstaklingar taki ábyrgð. Þannig komið við í veg fyrir að eitthvað sambærilegt gerist aftur.

Hvaða ráð viltu gefa börnum sem missa foreldra sína eða verða viðskila fjölskyldur sínar? Hvort sem það er af orsökum líkt og í gasslysinu, náttúruhamförum eða í stríðum.

Gasslysið í Bhopal varð vegna mannlegra mistaka og við þurfum öll að læra af því. Ég kynntist í raun aldrei foreldrum mínum og fimm systkinum vegna þess hve ungur ég var. Ég er í raun heppinn að muna ekkert eftir slysinu þar sem margir segja það versta við allt ferlið sé að rifja upp það sem gerðist.

Nei, ég hef í raun engin ráð handa börnunum sjálfum. Við þurfum bara að gera okkar allra besta til að sinna munaðarlausum og yfirgefnum börnum á sem bestan hátt og það er til dæmis það sem SOS Barnaþorpin eru að gera. Og svo þurfum við líka að gera allt í okkar valdi til að fækka börnunum sem missa foreldra sína. Vinna gegn stríðsátökum og stórfyrirtækjum sem hugsa einungis um gróða.

Veistu hvernig þið systkinin komust af? Þegar gasið kom yfir bæinn var það systir mín sem vafði mér inn í teppi og hljóp burt. Hinir fjölskyldumeðlimirnir komust ekki burt.

Geturðu lýst lífi þínu í SOS Barnaþorpinu í Bhopal? Það var bara frábært. Ég stundaði nám í góðum skóla, borðaði góðan mat, átti yndislega SOS móður og systkini. Ég er enn í góðum tengslum við móður mína, systkini og vini úr barnaþorpinu.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði