SOS Sögur 6.desember 2016

Svaf í runna

Hannah og Elizabeth misstu foreldra sína ungar og fluttu þá til ömmu sinnar. Hún var fátæk og átti í erfiðleikum með að sjá fyrir stúlkunum. Þannig fengu systurnar yfirleitt bara eina máltíð á dag. Hannah var skráð í skóla sem var staðsettur langt frá heimilinu og þurfti litla stúlkan því að ganga lengi til að komast þangað. Amma systranna þurfti að vinna mikið og því var Elizabeth litla ein heima þá daga sem Hanna fór í skólann. Vegna aðstæðna fækkaði skóladögunum sífellt og að endingu hætti Elizabeth að mæta.

Áður en Hannah hætti í skólanum hafði hún náð góðum árangri og því höfðu kennararnir áhyggjur þegar mætingin fór að versna. Þegar Elizabeth hafði ekki mætt í nokkrar vikur fóru skólastjórnendur að heimili hennar en fundu engin merki um systurnar né ömmu þeirra. Þeir leituðu að þeim í þorpinu en fundu Hönnuh að endingu sofandi í runna, afar vannærða og slappa.

Eftir mikla leit fundu þeir einnig Elizabeth ásamt ömmu sinni. Þær voru sofandi inni á bar í þorpinu. Þá var ákvörðun tekin um að stúlkurnar tvær myndu flytja í SOS Barnaþorpið í Ondangwa þar sem SOS móðirin Monika tók vel á móti þeim.

Systurnar eignuðust ný SOS systkini og voru skráðar í skóla og leikskóla. Hannah var orðin níu ára en þurfti að byrja aftur í fyrsta bekk. Hún var stærri en hin börnin í bekknum og leið stundum illa yfir því. „Mamma hvatti mig þó áfram og sagði að það skipti engu máli þó ég væri stærri en hin börnin,“ segir Hannah. Hún lagði sig alla fram og hefur í dag náð sínum jafnöldrum. „Mér líður vel í skólanum og ætla að verða flugmaður í framtíðinni,“ segir þessi hæfileikaríka stúlka. 

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og veitir því fjölskyldu á kærleiksríku heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Styrktaraðilar SOS fá endurgreiðslu frá Skattinum!

Styrkja eitt barn 3.900 ISK á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 ISK á mánuði