SOS sögur 6.desember 2017

Svaf ekki vegna kvíða

Bultu Mohammednure er 36 ára og búsett í Eþíópíu. Hún hefur lent í ýmsu yfir ævina. Aðeins níu ára hætti hún í skóla eftir að faðir hennar lést. Móðir hennar hafði ekki efni á menntun og því þurfti Bultu að vinna fyrir fjölskyldunni. Seinna kynntist hún manni sem hún ákvað að giftast. „Það var mín eina von. Ég átti enga von um að eignast betra líf en hann virti mig og kom vel fram við mig. Hann var ekki í góðu starfi svo við vorum ekki rík, en við vorum hamingjusöm,“ segir hún.

Lífið tók beygju á síðasta ári þegar eiginmaður Bultu lést en þá var hún ófrísk af þeirra fimmta barni. Hún þurfti að taka börnin úr skóla því þó að menntun væri ókeypis í Eþíópíu hafði hún ekki efni á skólabúning eða námsgögnum. „Ég svaf ekki á næturnar því ég kveið fyrir morgundeginum. Ég vissi ekki hvernig ég ætti að útvega mat fyrir börnin mín,“ segir hún.

Eftir tíu mánaða erfitt tímabil heimsóttu starfsmenn SOS Barnaþorpanna fjölskylduna. Mat fór fram sem sýndi að fjölskyldan var í mikilli neyð. Í mars 2017 var fjölskyldan formlega skráð í fjölskyldueflingaverkefni SOS.

Bultu fær mataraðstoð, hreinlætisráðgjöf og öll nauðsynleg skólagögn fyrir börnin. Þá hefur hún sótt námskeið bæði um uppeldi barna og rekstur fyrirtækja en hún hefur nú þegar fundið sér vinnu við að selja mat á markaðnum.

„Okkur líður betur,“ segir Bultu. „Ég get séð öllum börnunum mínum fyrir tveimur máltíðum á dag. Ég vakna snemma á morgnanna til að útbúa fyrir þau morgunmat. Þá fara þau í skólann og ég þríf heimilið. Eftir það fer ég til Jimma á stórmarkaðinn og kaupi grænmeti, ávexti og morgunkorn sem ég sel svo á hærra verði á markaðnum sem staðsettur er hér.“

„Þegar faðir minn lést átti ég enga möguleika á frekari menntun. Mig langar ekki til að það gerist fyrir mín börn. Ég ætla að vinna fyrir okkur öllum svo þau komist í skóla og eignist betra líf,“ segir Bultu að lokum.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði