SOS sögur 25.apríl 2022

„SOS mamma mín er einstök“

„SOS mamma mín er einstök“

Fredelina kom ásamt systur sinni, Reginu, í SOS Barnaþorpið í Chipata í Sambíu þegar stúlkurnar voru sjö og eins árs. Þegar móðir systranna lést, stuttu eftir fæðingu Reginu, var þeim komið fyrir í umsjá afa síns sem hugsaði ekki vel um þær.

Eftir nokkra mánuði af þjáningum fengu systurnar nýtt heimili í SOS barnaþorpinu og voru þá í slæmu ástandi. Tveimur árum síðar höfðu þær jafnað sig og voru orðnar kröftugar ungar stúlkur. Fredelina og SOS móðir hennar, Mary, svöruðu nokkrum spurningum um lífið í þorpinu.

Fredelina:

Hvernig myndir þú lýsa SOS móður þinni?

- SOS mamma mín er einstök. Hún er rosalega góð við mig og elskar mig mikið. Hún eldar alltaf mat handa mér og kaupir líka ný föt þegar ég þarf.

Hvernig hjálpar SOS móðir þín þér?

- Hún hjálpar mér með heimavinnuna mína og svo kennir hún mér líka margt, til dæmis hvernig ég á að halda herberginu mínu hreinu.

Hvað er það besta/versta sem SOS móðir þín eldar handa þér?

- Hún eldar stundum rosalega góðan kjúklingarétt með hrísgrjónum. Mér finnst grænmeti ekki gott en ég þarf samt alltaf að borða smá af því.

Hvernig lætur SOS móðir þín þér líða?

- Ég held að mömmu finnist ég mjög sérstök og mér líður alltaf vel með henni. Hún segir mér oft að ég sé dugleg, klár og góð að dansa.

Það tók tíma en Fredelina hefur loks fundið hamingjuna aftur í SOS barnaþorpinu. Það tók tíma en Fredelina hefur loks fundið hamingjuna aftur í SOS barnaþorpinu.

SOS móðirin Mary:

Hvernig hjálpaðir þú systrunum að aðlagast þegar þær komu fyrst í þorpið?

- Þegar Fredelina og Regina komu fyrst í þorpið voru þær óhamingjusamar. Þær voru mjög þöglar og greinilega vanar að láta lítið fyrir sér fara. Þær voru báðar vannærðar og Regina var mjög veik. Ég eyddi miklum tíma með þeim, talaði við þær og reyndi fá þær til að brosa. Ég eldaði fyrir þær og var dugleg að faðma þær. Það tók tíma að fá þær til að njóta sín en smám saman gerðist það.

Hvernig finnst þér best að leysa vandamál sem koma upp hjá börnunum?

- Finna út hvert vandamálið er og reyna svo að finna góða lausn. Ég reyni að hugga börnin og segi þeim að þau séu best.

Hefurðu þurft að fara með stúlkurnar til læknis?

- Já, fyrst þegar að þær komu þurftu þær báðar á læknisaðstoð að halda. Þá fara þær ef þær veikjast og Regina fer líka í mánaðarlegar skoðanir. Ég er mjög heppin að hafa SOS heilsugæsluna svona nálægt heimilinu.

Hvernig gengur stúlkunum í skóla og leikskóla?

- Regina var að byrja í leikskóla og þekkir nokkra stafi og tölustafi. Fredelinu gengur vel í skólanum og bætir sig með hverjum deginum. Ég er afar stolt af þeim báðum.

Nöfn systranna eru skálduð af persónuverndarástæðum.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og veitir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Viljir þú styrkja barn í tilteknu landi, t.d. í Króatíu, skrifar þú einfaldlega „Króatía" í dálkinn fyrir athugasemdir.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði