SOS sögur 24.september 2015

„SOS gáfu mér barnæsku“

Natasha er sautján ára gömul stúlka sem ólst upp í SOS Barnaþorpinu Kandalaksha í Rússlandi. Hér svarar hún nokkrum spurningum.

Hversu lengi hefur þú búið í SOS Barnaþorpinu í Kandalaksha?

Ég bjó í þorpinu sjálfu í ellefu ár, frá árinu 2004 til 2014. Þá flutti ég á ungmennaheimili á vegum SOS inn í borginni Murmansk þar sem ég stunda nám við innanhússarkitektúr.

tpa-picture-75374.jpgManstu eftir fyrsta deginum í SOS Barnaþorpinu og stundinni þegar þú hittir SOS móður þína fyrst?

Ég kom fyrst í þorpið í byrjun árs 2004 en þá var ég sjö ára gömul. Ég kom um miðjan dag og það stóðu mörg börn úti til að taka á móti mér. Mér var fylgt inn á nýja heimilið mitt en það var skreytt með blöðrum. Þar hitti ég mömmu og nýju systkinin mín. Þau sýndu mér heimilið og nýja herbergið mitt. Mamma gaf mér gjöf, lítinn bangsa sem ég á enn þann dag í dag.

Hvert er besta ráðið sem SOS móðir þín hefur gefið þér?

„Ef þú stendur á þínu og passar að vera alltaf þú sjálf þá tekst þér allt sem þú ætlar þér.“

Eru einhver ákveðin augnablik sem þú manst eftir úr þorpinu sem höfðu áhrif á líf þitt?

Ég man sérstaklega vel eftir einu atviki. Fljótlega eftir að ég kom í þorpið fékk ég botnlangabólgu og þurfti á aðgerð að halda. Mamma kom með mér í sjúkrabílnum og var ennþá hjá mér þegar ég vaknaði eftir aðgerðina. Á því augnabliki áttaði ég mig á því að hún elskaði mig.

Ef þú ættir að lýsa lífi þínu í SOS Barnaþorpinu í þremur orðum, hvaða orð væru það?

Móðir, fjölskylda og heimili.

Hefur lífið í barnaþorpinu haft góð áhrif á líf þitt?

Já, SOS björguðu lífi mínu. Þau gáfu mér barnæsku, móður og fjölskyldu. Ég á þeim mikið að þakka.

Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér?

Ég ætla að mennta mig vel og verða innanhússarkitekt. Hér í Rússlandi þarf maður að vera vel menntaður til að fá góða vinnu og ég ætla að hafa það gott í framtíðinni. Svo langar mig líka til að eignast fjölskyldu einn daginn.

 

 

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði