SOS sögur 14.júní 2019

SOS barnaþorp í Hvíta Rússlandi fæst við afleiðingar Chernobyl-slyssins

Mikil aukning á krabbameini í börnum í Hvíta Rússlandi er oft tengd kjarnorkuslysinu í Chernobyl sem varð árið 1986. 70% geislavirkninnar lagðist yfir Hvíta Rússland og hafði skaðleg áhrif á heilsu og lífsviðurværi fimmtungs þjóðarinnar. Tíu árum síðar hóf SOS barnaþorpið í Borovljany í nágrenni höfuðborgarinnar Minsk að hýsa börn í krabbameinsmeðferð og fjölskyldur þeirra og gerir enn.

GERAST BARNAÞORPSVINUR

4 ára að klára krabbameinsmeðferð

Árið 2018 dvöldu 36 krabbameinssjúk börn ásamt fjölskyldum sínum í tveimur húsum í barnaþorpinu þar sem áhersla er lögð á að börnin fái að njóta barnæskunnar. Þessi hús eru alltaf fullnýtt. Eitt af þessum börnum er Pavel, fjögurra ára strákur sem hefur dvalið í sjö mánuði í barnaþorpinu ásamt móður sinni en er nú á heimleið.

Pavel finnst spennandi að horfa í sjónaukaFinnst gaman að sjá hluti langt í burtu

Pavel hlakkar til að komast heim til Grodna sem er „fallegasti bær í heimi og með fallegasta dýragarðinn.“ Móðir hans stendur þögul álengdar með augun full af tárum en brosir til Pavels meðan hann lýsir aðdáun sinni á tígrisdýrum og bætir svo við að dráttarvélar séu bestu farartækin. Hann beinir athygli sinni að sjónauka sem hann er með um hálsinn. „Mér finnst skemmtilegt að horfa í kíkinn því þá get ég séð hluti sem eru langt í burtu.“

Lítill veikburða líkami

Pavel þarf á nokkurra mínútna fresti að einbeita sér að djúpum andardrætti. Það er erfitt fyrir mömmu hans að faðma hann ekki en það er mikilvægara að verja líkama Pavels sem er viðkvæmur eftir krabbameinsmeðferðina. Það verður að duga að kitla hann létt á maganum og klípa laust í handlegginn. Pavel hlær og kinnarnar roðna. Hann er eftir allt saman bara lítill drengur sem er að sigrast á krabbameini og á að njóta barnæskunnar.

Alina með móður sinni Mariu3 ára vinkona líka með krabbamein

Pavel á góða vinkonu í barnaþorpinu í Borovljany, Alinu, sem er þriggja ára og er líka að jafna sig eftir krabbameinsmeðferð. Maria móðir hennar viðurkennir að hún hafi brotnað niður þegar dóttir hennar var greind með sjúkdóminn. „Í fyrstu hélt ég að þetta væri dauðadómur yfir henni. Allir í minni fjölskyldu sem hafa fengið krabbamein hafa dáið. En læknarnir gáfu okkur von og tveimur dögum síðar vorum við komnar til Borovljany.“

SOS sparar foreldrunum húsaleigu

Barnaþorpið er steinsnar frá stærsta barnaspítala landsins með sérhæfingu í krabbameinslækningum. SOS útvegar fátækum foreldrum húsnæðið tímabundið meðan börnin eru í krabbameinsmeðferðinni svo þeir þurfi ekki að borga fyrir húsaleigu. SOS sér þeim líka fyrir sálrænni og félagslegri aðstoð og umsjónarfólk þorpsins sér til þess að börnin fái rétta næringu.

Hún á sér drauma og vonir. Það á ég líka og ég þakka SOS Barnaþorpunum fyrir það.Á sér von og drauma, þökk sé SOS

Maria segir að sálfræðiráðgjöfin hjá SOS hafi skipt sköpum. „Mér líður ekki lengur eins og allt sé vonlaust. Ég er sannfærð um að það verði í lagi með Alinu og hún sigrist á krabbameininu. Í gær sagði Alina að hún ætli að verða slökkviliðskona þegar hún verður stór. Hún á sér drauma og vonir. Það á ég líka og ég þakka SOS Barnaþorpunum fyrir það.

Mikil þörf er nú á SOS-barnaþorpsvinum fyrir þorpið í Borovljany. Þorpsvinir greiða 3.400 krónur mánaðarlega og fer framlag þeirra í kostnað við daglegan rekstur þorpsins svo tryggja megi öryggi og velferð þeirra barna sem þar búa. Sem þorpsvinur færðu tvisvar á ári senda skýrslu um lífið í barnaþorpinu þínu og helstu viðburði sem þar hafa átt sér stað.

GERAST BARNAÞORPSVINUR

Athugið að skrifa nafn þorpsins „Borovljany" þegar þið fyllið út skráningu.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði