SOS sögur 14.september 2016

Sköpunarglaðir frumkvöðlahugar í Rúanda

Alain hefur alltaf langað til að vera forstjóri alþjóðafyrirtækis í tæknigeiranum og sá draumur hefur ekki farið frá honum þrátt fyrir fátækt í æsku. Hann þurfti oft að sleppa skóla vegna of hárra skólagjalda, en hann náði þó að klára grunnmenntun og fékk svo pláss hjá SOS verkmenntaskólanum í Kigali, Rúanda, þar sem hann lærði vefhönnun og -þróun.

Tuttugu ára gamall stofnaði hann sitt eigið veflausnafyrirtæki. Hann fékk fyrsta verk sitt áður en hann útskrifaðist úr skólanum, og fékk að nota tölvuver skólans í frítíma sínum til að vinna verkið. Launin nýtti hann í skrifborð, tölvu og leigu á litlu herbergi fyrir starfsemi fyrirtækisins. Hann fékk þrjá aðra fyrrverandi bekkjarfélaga til að taka þátt með honum og nú hefur fyrirtækið 23 viðskiptavini.

Kiba Muvunyi, skólastjóri SOS verkamenntaskólans, segir að þrátt fyrir þriggja ára námið sem skólinn bíður upp á undirbúi nemendur vel fyrir vinnumarkaðinn er ekki auðvelt að finna vinnu fyrir nemendur eftir námið. Aðeins um 10 prósent fara beint á vinnumarkaðinn.

Vermenntaskólinn bíður upp á þjálfun í bókhaldi, tölvunarfræði, rafvirkjun, rafeindavirkjun og fjarskiptatækni.

„Útskriftarnemar okkar eru hæfir og vel liðnir á vinnumarkaði, en þó vilja flestir fara í háskólanám áður en þeir leita að vinnu,“ segir Kiba. „Fyrirtæki (opinber og einkafyrirtæki)  gefa háskólagráðum meira gildi en hæfileikum og reynslu. Þetta ýtir á nemendurna okkar að leita að gráðum eftir útskrift fremur en að finna vinnu,“ segir hann.

Nadege (lengst til vinstri) ásamt bekkjarfélögumLíkt og Alain, vill Nadege*, nemandi á öðru ári í rafeindavirkjun og fjarskiptafræði í verkmenntaskólanum, vera sjálfstæður atvinnurekandi. Hún er ánægð með að vera hluti af atvinnugrein sem áður hefur verið álitin karlagrein. Í gegnum menntun hafa ungar konur í Rúanda nú meiri kraft en áður til að taka þátt í hvaða starfsferli sem er. Jafnréttisátak landsins hefur borið árangur á þennan veg. Atvinnugreinar sem áður voru fylltar af karlmönnum hafa nú opnast fyrir konur. Nadege stefnir á að verða verkfræðingur.

Það verður ekki svo erfitt fyrir Nadage að setja upp eigið fyrirtæki vegna þess að það er einfaldara, hraðgerðara og ódýrara að opna og reka fyrirtæki í Rúanda heldur en í flestum öðrum Afríkulöndum, samkvæmt Alþjóðabankanum. Ríkisstjórnin hefur einnig sett lög sem stuðla að auknum tækni- og fjarskiptagreinum, og hafa vakið upp frumkvöðla- og sköpunargáfu hjá ungu fólki.

 

*Nafni breytt vegna persónuverndar.

 

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði