SOS sögur 21.ágúst 2015

Silfur og brons á heimsleikunum

Ni Made Semiati, yfirleitt kölluð Semi, er sautján ára og býr í SOS Barnaþorpinu í Balí í Indónesíu. Hún lagði leið sína á heimsleika fatlaðra í sumar sem haldnir voru í Los Angeles, gerði sér lítið fyrir og landaði öðru sæti í langstökki og því þriðja í 100 metra spretthlaupi.

Semi hefur þurft að takast á við mikið mótlæti í lífinu. Þegar hún kom í SOS Barnaþorpið var hún afar vannærð og sýndi merki um að hafa staðnað í þroska. Semi var vel tekið og varð fljótt mikilvægur hluti af fjölskyldunni. Hún þurfti þó mikla alúð fyrst um sinn og tók það SOS móður hennar, Winarti, langan tíma að öðlast traust nýju dóttur sinnar.

„Samskipti okkar kröfðust sérstakrar lagni fyrst um sinn. Ég þurfti að endurtaka allt sem sagt var til þess að hjálpa henni að skilja og tala. Þetta krafðist þolinmæði hjá okkur báðum og hún þurfti mikinn stuðning.“                    

Semi fór í skóla fyrir börn með sérþarfir en eftir skóla sótti hún yfirleitt íþróttanámskeið. Winarti fylgdi henni ávallt á æfingar og hvatti hana til að tjá sig við hina krakkana.„Ég sagði henni aftur og aftur hvað hún væri klár og dugleg og það efldi sjálfstraust hennar smám saman.“

Semi fann sig sérstaklega vel í dansi og spretthlaupi. „Skyndilega var hún farin að koma heim með verðlaunapeninga eftir að hafa unnið 100 og 200 metra hlaup. Við sáum fljótt hversu hæfileikarík hún var,“ segir Winarti.

Semi er með mikið keppnisskap og þarf Winarti oftar en ekki að minna hana á að halda í gleðina. „Íþróttirnar snúast ekki bara um að vinna. Félagsskapurinn skiptir gífurlega miklu máli og hún hefur eignast marga vini í íþróttunum,“ segir Winarti og brosir.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði