SOS sögur 1.nóvember 2016

Samfélagsmiðstöðvar í Les Cayes veita aðstoð eftir fellibylinn Matthew

Í vikunum eftir að fellibylurinn Matthew skall á Suður-Haíti þann 4. október hafa íbúar Les Cayes stritað við að hreinsa til í rústum borgarinnar. Örin sem Matthew skildi eftir sig eru langt í frá gróin, og það á líka við um sálræn ör.

Í samfélagsmiðstöðinni Ti Kok í Les Cayes á Suður-Haítí, sem studd er af SOS Barnaþorpunum, hefur hópur barna á leikskólaaldri safnast saman með starfsfólki miðstöðvarinnar til þess að taka þátt í hreinsunarferlinu.

„Góðan dag krakkar!“ Segir Nancy Toussaint, starfsmaður SOS í miðstöðinni.

Hún safnar börnunum saman í einni af tveimur nothæfum kennslustofum miðstöðvarinnar, þar sem börnin kynna sig fyrir hvor öðru. Þakið á þriðju kennslustofunni hefur fallið saman.

Starfsfólk miðstöðvarinnar þykir mikilvægt að börnin fái að gleyma sér. „Þó þau verði stundum leið gera leikirnir þeim gott. Þau fá hvíld frá átökum raunveruleikans,“ segir leiðbeinandinn Loulouse .

Mörg barnanna misstu heimili sín í bylnum. „Sjór flæddi inn í húsin og tók allar eigur foreldranna. Öll námsgögn sem við höfðum í miðstöðinni, allar bækurnar og námsefnið, allt hvarf,“ segir kennarinn Hercule.

Mörg börn hafa  orðið veik í vikunum á eftir bylnum og mörg þeirra virðast dauðþreytt eftir svefnleysi síðustu vikna. Einnig er hættan á Kóleru til staðar og regn og kaldir vindar komandi veturs eru veikindavaldar.

Werlande, fimm ára.„Ég hóstaði mikið í gær,“ segir hinn fimm ára Werlande í nærliggjandi samfélagsmiðstöð þar sem SOS Barnaþorpin dreifa matarpökkum til fjölskyldna.

Matarpakkar fyrir berskjaldaðar fjölskyldur

SOS styðja þrjár samfélagsmiðstöðvar í Les Cayes og hafa verið mikilvæg til að ná til fjölskyldna á berskjölduðum svæðum í borginni. Matarpakkarnir innihalda hrísgrjón, spagettí, niðursoðinn lax, baunir, matarolíu, salt, sykur, mjólk og klór til vatnshreinsunar. Pakkarnir hafa forðað mörgum frá hungri.

Margar fjölskyldur sem nú eru í neyð byggja líf sitt á landbúnaði, en Matthew eyðilagði nærri alla uppskeru í héraði Les Cayes og nágrenni. Stormurinn tók einnig sinn toll á fiskimiðum og búfénaði.

Volny Etienne, framkvæmdastjóri SOS í Les Cayes, sagði storminn hafa haft gríðarleg áhrif á matarframleiðslu. Hann sagði þörf vera á langtíma lausnum og sjálfbærni. „Íbúar verða að geta hafið búskap á ný og staðið á eigin fótum.“

Samfélagsmiðstöðvarnar bjóða börnum upp á tvær máltíðir á dag og hreint drykkjarvatn, ásamt námskeiðum, leikjum og umönnun. Börnin aðstoða einnig hvert annað við að komast yfir áföll í kjölfar fellibylsins.

„Þau spyrja hvort annað spurninga,“ sagði Hercule í Ti Kok samfélagsmiðstöðinni. „‚Eyðilagðist húsið þitt? Hvað gerði mamma þín? Hvert fórstu?‘ - Þau elska hvort annað.“

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði