SOS sögur 12.febrúar 2018

Rödd gegn ofbeldi

Leticia er 15 ára stúlka sem ólst upp í SOS Barnaþorpi í Paragvæ og býr þar enn. Hún er talsmaður SOS ungmenna og mun meðal annars koma fram á ráðstefnu í Svíþjóð um helgina sem ber heitið End Violence Solutions Summit þar sem fjallað verður um áhrif ofbeldis á fjölskyldur og börn um allan heim.

Að leyfa röddum ungmenna heyrast þegar kemur að þessum málaflokki er mikilvægt fyrir Leticiu enda þekkir hún ofbeldi af eigin raun. „Allt of mörg börn búa við ofbeldi og fátækt. Oft er ekki hlustað á þessu börn, en ofbeldi er raunveruleikinn og það er sárt að verða fyrir því. En af því að börnin upplifa þennan veruleika, skilja þau hvað ofbeldi er í raun og veru,“ segir hún.

„Það er afar mikilvægt að ungt fólk líkt og Leticia taki þátt í viðburðum líkt og þessum,“ segir Olegario Olmedo, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Paragvæ. „Þannig taka þau virkan þátt í að ræða sín réttindi. Þau læra um málefni sem snerta þeirra eigin líf, tala fyrir hönd ungmenna, tjá sínar skoðanir og koma með hugmyndir að lausnum.“

Leticia er meðlimur í bæjarnefnd um börn og unglinga í sínu samfélagi, San Ignacio. Þar hefur hún tekið þátt í ýmsum viðburðum sem tengjast réttindum barna, þar sem meðal annars er rætt um ofbeldi á börnum.

„Börn í Paragvæ njóta ekki nægilegar verndar. Eitt af því sem þarf að gera er að vinna með foreldrunum,“ segir Leticia. „Þeir þurfa að skilja hversu miklar afleiðingar ofbeldi hefur á börn og framtíð þeirra. Ofbeldi og uppeldi fer ekki saman, og foreldrar þurfa að átta sig á því.“ Vandamálið er einstaklega stórt í Paragvæ en samkvæmt skýrslu UNICEF hafa sex af hverjum tíu börnum þar í landi upplifað ofbeldi.

„Ég vildi óska þess að ekkert barn í heiminum þyrfti að upplifa ofbeldi. Það er kannski óraunhæft en ég ætla að gera mitt til að ástandið verði betra,“ segir Leticia að lokum.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði