SOS sögur 15.janúar 2018

Rithöfundur sem ólst upp í SOS Barnaþorpi

Veliano Tembo segist hafa lært margt á ævinni en það helst er að framtíðin þarf ekki að skilgreinast af fortíðinni.

Sá lærdómur dreif Veliano, sem er 28 ára gamall og ólst upp í SOS Barnaþorpi í Malaví, áfram til að skrifa ævisöguna „Leyndardómar öruggrar framtíðar“. Bókin segir frá lífi Veliano, persónulegra sigra, missi og stuðning.

Veliano byrjaði að skrifa sögu sína þegar hann var á dimmum stað. Í júní 2016 lá hann inni á sjúkrahúsi eftir að hafa gengist undir aðgerð. Hann var aleinn, honum var illt í hausnum og byrjaði að skrifa nokkrar setningar í símann sinn. „Það að skrifa hjálpaði mér að endurhugsa atburði í lífi mínu þannig að ég einblíndi ekki bara á sársaukann,“ segir hann. „Það hjálpaði mér að skrifa bókina en mig langaði líka til að deila sögu minni með öðrum“ en bókin er meðal annars hægt að kaupa á Amacon.com.

Veliano er yngstur sjö systkina. Móðir hans lést árið 1993 og faðir hans lést ári síðar þegar Veliano var fjögurra ára. Eftir dauða föður Veliano, skildu ættingjar barnanna þau eftir. „Þau tóku allt. Við borðuðum það sem við fundum úti á götu til að lifa af,“ segir hann.

Einu ári síðar þegar Veliano var fimm ára, eignaðist hann ásamt fjórum systkinum, nýtt heimili í SOS Barnaþorpi í Lilongwe í Malaví. Tvö elstu systkinin fluttu til vinafólks. „Líf okkar breyttist á einni nóttu. Þarna eignuðumst við fjölskyldu sem elskaði okkur,“ segir Veliano.

Veliano leit ekki á sjálfan sig sem góðan nemanda en SOS móðir hans hafði fulla trú á honum. „SOS móðir mín er minn helsti stuðningsaðili,“ segir Veliano. „Ég treysti henni fullkomlega, hún hlustar og styður mig í einu og öllu.“ Veliano var frekar hissa þegar hann komst inn í SOS Hermann Gmeiner skólann í Ghana sem er alþjóðlegur skóli og dreymdi um að fá þar gráðu í tölvunarfræði.

En þá tók lífið óvænta beygju. Veliano veiktist alvarlega og var greindur með taugasjúkdóm. Læknarnir sögðu að hann ætti fimm ár eftir. „Ég man hvað ég fékk mikið áfall. Framtíðin sem ég hafði lagt hart að mér að móta, var að hrynja. En á einum tímapunkti fann ég krónu í vasanum mínum og hugsaði með mér að ég væri eins sterkur og þessi króna,“ segir hann.

Árið 2009 fékk Veliano þær góðu fréttir að hægt væri að meðhöndla sjúkdóminn og hefur það gengið vel hingað til. Þrátt fyrir að þjást af miklum höfuðverkjum og dofa, tókst Veliano að klára háskólanám í tölvunarfræðum og starfar nú sem kennari í tækni og upplýsingafræðum. „Ég sé sjálfan mig sem baráttumann sem tekur einn dag í einu. Með stuðning SOS fjölskyldu minnar get ég tekist á við allt,“ segir Veliano að lokum. 

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og veitir því fjölskyldu á kærleiksríku heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Styrktaraðilar SOS fá endurgreiðslu frá Skattinum!

Styrkja eitt barn 3.900 ISK á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 ISK á mánuði