SOS sögur 13.febrúar 2020

Velgengni SOS barna Franciscu

Velgengni SOS barna Franciscu

Árið 1976, tveimur árum eftir að fyrsta SOS barnaþorpið var opnað í Gana, sótti Francisca Dzalo um að verða SOS-móðir. Hún fór í gegnum strangt þjálfunarferli sem hún stóðst og í kjölfarið stofnaði hún SOS-fjölskyldu með fimm börnum. Francisca var SOS-móðir í alls 29 ár og ól upp 19 börn sem hefur svo sannarlega farnast vel í lífinu.

Læknar, lögfræðingar, ritstjórar og verkfræðingar

„Ég er sérstaklega ánægð með að börnin sem ég ól upp hafa náð langt í lífinu. Meðal þeirra eru lögfræðingar, verkfræðingar, ritstjórar og læknar, einn er hermaður og ein dóttir mín er í meistaranámi í Kanada. Sum eru gift og ég á líka barnabörn. Börnunum mínum hefur gengið vel og ég er svo stolt af þeim. Þau hringja bæði í mig og heimsækja og við spjöllum mikið saman,“ segir Francisca sem er 74 ára í dag.

Þó Francisca hafi hætt formlega sem SOS-móðir árið 2005 er móðurhlutverki hennar engan veginn lokið. Hún hefur bundist börnunum sínum raunverulegum tilfinningalegum böndum eins og foreldrar gera.

Það er ótrúlegt til þess að hugsa að öll þessi börn voru eitt sinn umkomulaus. Þessi stutta frásögn sýnir hvað SOS Barnaþorpin og SOS-mæðurnar geta breytt miklu. Með stuðningi og umönnun Franciscu fundu þessi börn sterkustu útgáfuna af sjálfum sér og hafa náð langt í lífinu.

Þetta væri heldur ekki hægt án styrktaraðilanna, SOS-foreldranna.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði