SOS sögur 6.apríl 2016

Nígerískur fótboltastrákur á SOS ungmennaheimili í Eistlandi

Með loforð um atvinnumennsku í knattspyrnu í farteskinu, kom hinn 16 ára gamli Samuel til Eistlands frá Nígeríu. Þegar hann komst eftir langt ferðalag á leiðarenda var ekkert knattspyrnufélag sem beið hans og komst Samuel þá að því að um svik væri að ræða. Nú eru þrjú ár liðin frá því að Samuel kom til Eistlands og hann vill lítið tjá sig um för sína til landsins. Þó segir hann að SOS Barnaþorpin hafi bjargað lífi sínu.

„Ég bjó bara á götunni og flakkaði á milli athvarfa í sex mánuði. Ég var ekkert undirbúinn enda sögðust svikararnir ætla að sjá um allt fyrir mig. Ég talaði ekki tungumálið og vissi ekki hvernig ég ætti að komast til baka eða fá aðstoð. En þá var ég fluttur á SOS ungmennaheimilið í Keila, sem er na´lægt höfuðborginni Tallinn,“ segir Samuel.

Á ungmennaheimilinu fékk Samuel viðeigandi aðstoð, meðal annars lögfræðiaðstoð, sem varð til þess að hann fékk leyfi til að dvelja áfram í landinu. Þá fékk hann aðstoð frá SOS til að stunda nám og starfar nú einnig í verslun með námi. 

Samuel_juggling.jpgMarika Aus, forstöðukona SOS ungmennaheimilisins, segist fyrst um sinn hafa verið áhyggjufull yfir því hvort Samuel myndi aðlagast lífinu í Eistlandi. Þær áhyggjur hefðu þó horfið fljótt. „Hann var svo jákvæður og opinn og var því mjög fljótur að aðlagast. Tungumálið kom líka ansi fljótt,“ segir hún.

Þá æfir Samuel knattspyrnu með félaginu í Keila og hefur eignast marga vini. „Hér sé ég framtíðina fyrir mér þrátt fyrir að byrjunin hafi verið erfið. Ég er enn í góðu sambandi við ættingja mína í Nígeríu en mig langar ekki til baka. Nú tala ég tungumálið, hef vanist menningunni, veðrinu og matnum,“ segir hann hlæjandi. SOS bjargaði mér algjörlega og ég verð þeim ævinlega þakklátur. 

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði