SOS sögur 4.september 2023

Nær til barnanna í gegnum brúður

Nær til barnanna í gegnum brúður

Malak* er 14 ára stúlka í SOS barnaþorpi í Jórdaníu og í kringum hana eru allir glaðir. Í kórónuveirufaraldrinum uppgötvaði Malak leikræna hæfileika sína og byrjaði með lítið brúðuleikhús. „Hún var mikið ein inni í herbergi svo ég fór einn daginn að líta til með henni. Þá sá ég hana halda á brúðum að búa til allskonar raddir,“ segir Najwa, SOS móðir Malak.

Malak sá brúðuþátt í sjónvarpinu sem hún heillaðist af og ákvað að gera tilraun. Hún setti myndavélina á upptöku í símanum sínum og fór að tala fyrir dúkkur og bangsa á heimlinu. „Ég sýndi mömmu myndbandið og hún sagði að ég hefði hæfileika. Hún hjálpaði mér og útbjó hanska svo ég gæti hreyft dúkkurnar,“ segir Malak.

Börnin hlusta frekar á brúður en fullorðna fólkið. Börnin hlusta frekar á brúður en fullorðna fólkið.

Talar til barnanna í gegnum brúður

Brúðusýningarnar hennar Malak eru ekki bara skemmtun fyrir börnin í barnaþorpinu. „Hún notar hæfileika sína til að koma mikilvægum skilaboðum í gegn til barnanna um hin ýmsu málefni, svo sem kvíða og hræðslu. Brúðusýningarnar hennar eru eins og góð teiknimynd,“ segir SOS mamma Malak sem þarf stundum hjálp frá henni.

„Það getur stundum verið erfitt að fá börnin til að hlýða og þá nær Malak til þeirra í gegnum dúkkurnar. Börn vilja síður hlusta á skipanir. Þau hlusta í alvörunni á dúkkurnar.“ Najwa segir að Malak hafi verið full sjálfstrausts síðan hún var lítið barn. „Og hún ber það með sér að vera eldri en hún í raun og veru er. Hún kann að tala við bæði börn og fullorðna. Hún hjálpar mér stundum heima þegar ég þarf að eiga erfið samtöl við börnin.

Ætlar að hjálpa börnum þegar hún verður fullorðin

Malak sér framtíðartækifæri í þessum hæfileikum sínum og stefnir að því að þróa þá enn frekar. Hún stefnir á að nota brúðuleikshúsið sitt til að hjálpa öðrum börnum. „Eftir að ég uppgötvaði þessa hæfileika þá veit ég það innra með mér að þegar ég verð fullorðin vil ég vinna við að hjálpa börnum sem glíma við vandamál,“ segir Malak og í meðfylgjandi myndbandi hér fyrir neðan má sjá hana leika listir sínar í brúðuleikshúsinu.

*Skáldað nafn af persónuverndarástæðum.

Malak ásamt SOS mömmu sinni og systkinum. Malak ásamt SOS mömmu sinni og systkinum.
SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði