SOS sögur 25.apríl 2018

Missti móður sína í jarðskjálfta

53 börn sem misstu foreldra sína í öflugum jarðskjálfta í Nepal 25. apríl 2015 fengu í kjölfarið nýtt heimili og SOS móður hjá SOS Barnaþorpunum. Eitt þessara barna var Rupa, sem þá var eins árs gömul.

Rupa var föst í húsarústum ásamt látinni móður sinni í 18 klukkustundir áður en henni var bjargað. Svo virðist sem móðir hennar hafi hlíft Rupa þegar húsið hrundi og goldið fyrir með eigin lífi, svo þétt lágu þær saman þegar þær fundust.

Faðir stúlkunnar lifði af en allar jarðneskar eigur hans voru farnar. Hann treysti sér ekki til að annast dóttur sína. „Ég óttaðist það mjög að hún héldi að ég hefði gefið hana frá mér vegna þess að ég elskaði hana ekki. En ég einfaldlega gat ekki gefið henni það sem hún þurfti.“

Rupa2.jpgNú er Rupa orðin fjögurra ára og býr í SOS Barnaþorpi í Nepal ásamt SOS móður sinni og systkinum sem hún eignaðist við komuna í þorpið. Þar nýtur hún góðs atlætis og fær þörfum sínum mætt. Hún er í leikskóla sem SOS Barnaþorpin reka í nágrenni barnaþorpsins.

Faðir stúlkunnar vinnur nú hörðum höndum að því að koma undir sig fótunum á nýjan leik og dreymir um að geta annast dóttur sína aftur. SOS Barnaþorpin styðja hann og vona að þau feðginin geti sameinast á ný. Þegar það gerist mun Rupa þó áfram geta sótt leikskólann.

Hér má sjá barnaþorpið sem stúlkan býr í.

SOS reka tíu barnaþorp í Nepal og fjöldi Íslendinga styrkir börn sem þar búa. Þú getur líka gerst styrktarforeldri barns í SOS Barnaþorpi og fylgst með uppvexti þess. Skoða nánar.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði