SOS sögur 9.apríl 2015

Með heilsugæslu í bílskúrnum

„Mig dreymir um að byggja spítala einn daginn þar sem fátækt fólk getur fengið góða og ókeypis heilbrigðisþjónustu," segir Witnowati, fyrrverandi SOS barn í SOS Barnaþorpinu Lembang í Indónesíu.

Witnowati, eða Wiwit eins og hún er yfirleitt kölluð, er nú á fertugsaldri. Hún er ljósmóðir og þjónustar einkum konur og börn á dreifbýlum svæðum í Lembang. Þá rekur hún einnig litla heilsugæslu í bílskúrnum heima hjá sér en hún býr með eiginmanni sínum og fjórum börnum. Heilsugæslan samanstendur af skoðunarherbergi, fæðingarherbergi og fjórum litlum deildum. Ásamt því að taka á móti börnum sinnir Wiwit fyrstu hjálp og fræðslu. Oftar en ekki þarf hún þó að ferðast langar vegalengdir til sjúklinga sem ekki komast á heilsugæsluna. Yfirleitt er þá um að ræða konur og börn uppi í fjöllum Lembang en þangað kemst Wiwit einungis fótgangandi.

Wiwit, ásamt tveimur bræðrum, fæddist inn í fátæka fjölskyldu en foreldrar hennar voru bændur. Systkinin fengu nýtt heimili í SOS Barnaþorpinu í Lembang þegar Wiwit var átta ára en móðir þeirra lést stuttu áður. Wiwit var afar vannærð þegar hún kom fyrst í þorpið og þurfti á mikilli læknisaðstoð að halda.

Wiwit og bræður hennar eignuðust SOS móður og nokkur SOS systkini.

„SOS móðir mín tók mér opnum örmum. Ásamt því að elska mig skilyrðislaust kenndi hún mér gildi sem ég hef að leiðarljósi enn þann dag í dag,"

Þrátt fyrir að Wiwit búi ekki lengur í barnaþorpinu segir hún að SOS Barnaþorpin skipi stóran sess í lífi sínu. Hún heimsækir þorpið reglulega og oftar en ekki dvelur fjölskyldan í þorpinu á frídögum. Svo ekki sé minnst á þá staðreynd að eiginmaður Wiwit er starfsmaður Fjölskyldueflingar SOS í Indónesíu.

Þú getur líka gerst styrktarforeldri barns í SOS Barnaþorpi og gefið því betri framtíð.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði