SOS sögur 20.júlí 2022

Mamman yfirgaf dæturnar úti á götu

Mamman yfirgaf dæturnar úti á götu

Systurnar Aisha og Wazo voru ráfandi einar um götur þegar þær fundust í Tansaníu. Stúlkurnar, fjögurra og fimm ára, voru aleinar því móðir þeirra hafði yfirgefið þær. Þegar þær voru spurðar hvar mamma þeirra væri gátu þær aðeins sagt að hún væri „langt í burtu". Þær vissu aðeins eigin fornöfn en ekki mömmu sinnar sem þær kölluðu sífellt á. En hún var hvergi nærri.

Systrunum var komið tímabundið fyrir á ríkisreknu munaðarleysingjaheimili en fljótlega fluttu þær í SOS barnaþorpið í Mwanza þar sem SOS-mamman Roselyn gekk þeim í móðurstað.

Ásamt SOS mömmu sinni Roselyn. Wazo er vinstramegin og Aisha hægra megin en í miðjunni er Joshua, SOS bróðir systranna. Ásamt SOS mömmu sinni Roselyn. Wazo er vinstramegin og Aisha hægra megin en í miðjunni er Joshua, SOS bróðir systranna.

Vannærðar þegar þær komu

„Enginn veit hvað þær höfðu verið lengi ráfandi einar um göturnar," segir Roselyn. „Það hafði augljóslega ekki verið hugsað vel um þær á munaðarleysingjaheimilinu því þær voru vannærðar og litlar í sér þegar þær komu hingað."

Systrunum gekk illa að aðlagast lífinu í barnaþorpinu fyrst um sinn. Þær þekktu ekki nýju SOS systkini sín og töluðu ekki Svahílí, opinbert tungumál Tansaníu.

„Ást er alþjóðlegt tungumál"

„Það var erfitt að eiga samskipti við stúlkurnar í fyrstu því þær töluðu ekki sama tungumál og við. Við gátum ekki skilið hvora aðra. Ég ákvað því í staðinn að sýna þeim mikla væntumþykju og náði þannig að búa til tengingu á milli okkar. Ást er alþjóðlegt tungumál sem allir skilja," segir SOS mamman Roselyn

Wazo og Aisha njóta sín í leikskólanum. Wazo og Aisha njóta sín í leikskólanum.

Urðu fljótt hamingjusamar

Það tók Aisha og Wazo aðeins einn mánuð að aðlagast nýju fjölskyldunni sinni og lífinu í barnaþorpinu. Þær byrjuðu fljótt að leika sér við SOS systkini sín og Roselyn tók eftir að þær voru orðnar hamingjusamar og fundu fyrir öryggi. Systurnar eru nú byrjaðar í skóla og ná betri tökum á tungumálinu með hverjum degi.

„Wazo er mjög fljót að læra nýju hluti. Hún er áhugasöm um landafræði og finnst skemmtilegt að sökkva sér í landakort og skoða bæi, borgir og svæði í Tansaníu. Systrunum gengur báðum vel í skóla. Aisha ætlar að verða kennari þegar hún verður stór en Wazo dreymir um að verða besta mamma í heimi," segir SOS mamman Roselyn með stolti.

Wazo er áhugasöm um landafræði. Wazo er áhugasöm um landafræði.

53 Íslendingar eru SOS-foreldrar barna í SOS barnaþorpinu í Mwanza. Þar búa 86 börn og ungmenni í 11 fjölskyldum.

Myndir og viðtal: Dorothy Ndege

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði