Magaly í kennaranámi
Magaly er 22 ára kona frá suðurhluta Perú. Hún var fimm ára þegar hún eignaðist nýtt heimili í SOS Barnaþorpi en flutti úr þorpinu fyrir nokkrum árum til að fara í háskóla.
Hún segir lífið í þorpinu hafa verið yndislegt. „Samband mitt við SOS móður mína hefur alltaf verið gott. Samskipti okkar eru frábær og í dag lít ég á hana sem góða vinkonu mína. Núna þegar ég er flutt að heiman tölum við samt oft saman og hittumst reglulega,“ segir Magaly. Hún segir SOS Barnaþorpin alltaf hafa stutt við bakið á sér. „Ef ekki væri fyrir SOS og mömmu, þá væri ég ekki á þessum stað í dag.“
„Þá er samband mitt við SOS systkini mín líka mjög gott. Við hittumst öll á afmælum og öðrum hátíðisdögum og þá er nú heldur betur fjör,“ segir hún.
Magaly er í kennaranámi og er nú að skrifa lokaritgerðina sína. „Mér finnst námið afar skemmtilegt og hlakka mikið til að fara að starfa sem kennari. Núna er ég í starfsnámi á ungbarnaleikskóla og líkar vel,“ segir hún.
Þá langar Magaly að fara í frekara nám í framtíðinni en hún hefur mikinn áhuga á sérkennslu. „Mig langar að vinna með börnum sem annað hvort eiga við námsörðugleika að stríða eða eiga erfitt heima fyrir. Ég held að ég geti hjálpað þeim börnum mikið,“ segir unga konan að lokum og brosir.
SOS foreldri
Vertu SOS foreldri
SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.
Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.