SOS sögur 25.september 2015

„Maður getur ekki farið út að leika í Sýrlandi“

Elyas er átta ára sýrlenskur drengur. Lengi vel bjó hann með foreldrum sínum og systkinum í Sýrlandi en þegar foreldrar hans skildu var Elyas sendur til afa síns. Afi drengsins vanrækti Elyas og beitti hann alvarlegu ofbeldi. Þegar stríðið skall á neyddist Elyas til að flýja heimili sitt ásamt afa sínum. Þeir flúðu til Líbanon þar sem leiðir þeirra skildu. Elyas fannst einn og yfirgefin í flóttamannabúðum þar í landi og var komið fyrir á skammtímaheimili SOS Barnaþorpanna fyrir flóttabörn án foreldrafylgdar.

Það fyrsta sem Elyas gerði þegar hann kom á heimilið var að fara í sturtu. „Það var mjög gott að komast loksins í sturtu,“ segir hann og brosir. „Mér finnst mjög gott að vera hjá SOS og líður vel. Loksins er ég hamingjusamur. Hér fer ég í skóla og á leikföng. Svo fæ ég líka að fara í svona skemmtiferðir.“

Aðspurður hvort hann vilji fara aftur til Sýrlands, hristir hann hausinn. „Ég vil vera hér. Mig langar að fara í skóla. Maður getur heldur ekki farið út að leika í Sýrlandi því þá verður maður kannski fyrir sprengingu eða verður skotinn,“ segir Elyas alvarlegur.

En hvað ætlar hann að gera í framtíðinni? „Þegar ég verð stór ætla ég að vinna sem kennari. Svo þegar ég er búinn að því ætla ég að kaupa bensínstöð og stóran bíl. Þá get ég farið í ferðalög. Svo langar mig líka að eignast konu og börn og vera góður við þau.“

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði