SOS sögur 5.október 2016

Loksins fáum við að vera saman

- Þegar foreldrar mínir voru settir í fangelsi höfðum við engan stað til að búa á. Þetta segir Christian, 15 ára, sem býr með fimm yngri systkinum í SOS Barnaþorpinu í Ayacucho í Perú. Fyrir fimm árum voru faðir og móðir Christians, sem þá var ólétt, tekin til fanga vegna vörslu kókalaufa.

Tuttugu hættulegustu og ofbeldisfyllstu borgir heims eru staðsettar í Rómönsku Ameríku. Há tíðni ofbeldis og glæpa hindrar þróun samfélaga og býr til slæmt umhverfi fyrir börn. Mörg börn eiga foreldra sem sitja í fangelsi.

Án sambands við systkini og foreldra

Foreldrarnir voru dæmdir fyrir fíkniefnasmygl og settir í fangelsi. Börnin þurftu að sjá um sig sjálf eftir það. Christian og bróðir hans bjuggu fyrstu árin hjá ýmsum vinum foreldra sinna. Á þeim tíma hittu þeir aldrei þrjú yngri systkini sín, þau Lizbet, Miriam og Roy, sem bjuggu á fósturheimili. Ekkert barnanna fékk að tala við foreldra sína í fangelsinu.

Færð yfir í SOS Barnaþorp

Þegar forstöðumaður SOS Barnaþorpsins í Ayacucho, Jhony Noa, heyrði af aðstæðum barnanna leitaði hann þau uppi og tryggði pláss fyrir Christian og öll systkini hans í SOS Barnaþorpinu.

Að vera sameinaður bræðrum mínum og systrum á ný var frábært!
- Segir Christian, kurteis og vel að máli farinn 15 ára strákur.

- Ég veit ekki hvað hefði gerst hefðum við haldið áfram að búa í heimabænum okkar, Tambo. Svæðið í kringum bæinn einkennist af lögleysu. Þau sem stjórna glæpastarfseminni þar hafa meiri völd en hið opinbera í landinu.

Forstöðumaður barnaþorpsins telur að börnin hefðu verið aðskilin til lengir tíma, hefðu þau ekki komið til SOS Barnaþorpanna.

Nýtt líf og framtíð

Í SOS fjölskyldunni fengu systkinin fimm SOS-móður og ný SOS-systkini. Ári seinna kom að auki yngsti bróðirinn í barnaþorpið. - Alexander, sem fæddist í fangelsinu, er yngsti og ofdekraðasti meðlimur fjölskyldunnar, segir Christian og brosir.

 Samkvæmt perúskum lögum mega börn sem fæðast í fangelsi búa hjá mæðrum sínum fram að þriggja ára aldri. Eftir það flytjast mörg börn inn á stofnanir, eigi þau ekki ættingja sem geta séð um þau. Alexander litli var heppinn og fékk nýtt heimili með systkinum sínum í SOS-fjölskyldu.

Leggur mikla vinnu í námið

Christian leggur mikla vinnu í heimanám til að vinna upp öll þau ár sem hann missti úr skólanum eftir handtöku foreldranna. Hann er á fyrsta ári í framhaldsskóla og tekur aukatíma um helgar til að ná skólafélögum sínum. Frítíma sinn nýtir hann sem lærlingur til að verða lásasmiður og logsuðumaður.

Draumurinn er þó að læra bókhald og vinna einn dag með fyrirtækjum í Ayacucho. Hann er að safna fyrir framtíðarnámi og ætlar að sækja um styrk til að halda áfram námi sínu í Lima, höfuðborg landsins.

- Það verður mjög erfitt að fara frá bræðrum mínum og systrum, en ef ég fer í nám mun ég að sjálfsögðu fara oft í heimsókn til þeirra, segir hann.

Nú heimsækja börnin foreldra sína í fangelsinu tvisvar í mánuði. SOS Barnaþorpin skipuleggja heimsóknirnar til að fjölskyldan haldist saman.
-Útskýrir Jhony Noa, forstöðumaður.

Fjölskyldusameining í augsýn

Foreldrar Christians munu bráðlega losna úr fangelsinu, en börnin verða í umsjá SOS Barnaþorpsins áfram í um þrjú til fjögur ár til að börnin geti klárað námið sitt og svo foreldrarnir fái tækifæri til að bæta fjárhagsstöðu sína.

Við erum svo ánægð með að vera hérna í barnaþorpinu. Við vorum mjög heppin að hafa verið tekin inn og fengið að vera saman. Ég mun ávalt vera þakklátur fyrir SOS Barnaþorpin og þann stuðning sem við höfum fengið.
- Christian

 

*Nöfnum barnanna hefur verið breytt vegna persónuverndar.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði