SOS sögur 16.maí 2017

Leið illa fyrstu vikurnar

Vianney fæddist árið 2005 í Cibitoke í Búrúndí. Hann var aðeins fjögurra ára þegar foreldrar hans létust en engir ættingjar gátu séð um hann og tvíburasystur hans. Systkinin voru því skilin eftir alein í yfirgefnu húsi þangað til SOS Barnaþorpin fengu ábendingu um þau. Þau fengu nýtt heimili í SOS Barnaþorpinu í Cibitoke í lok árs 2009.

Fyrstu vikurnar og mánuðurnir voru erfiðir fyrir Vianney. Hann var mjög feiminn og leið illa. Hann talaði aðeins við systur sína og aðlagaðist nýja umhverfinu illa. SOS móðir hans gaf systkinunum alla sína ást og umhyggju og smám saman fór Vianney að líða betur.

Burundi_CV_Cibitoke_Liliane_4.jpgÍ dag er Vianney orðinn tólf ára og þau tvíburasystkinin eru þau elstu á heimilinu. Við fengum að spyrja Vianney nokkurra spurninga.

Í hvaða bekk ertu og hvað finnst þér skemmtilegast við skólann?

Ég er í sjötta bekk í SOS grunnskólanum. Það er svo margt sem mér finnst skemmtilegt að læra. Ég hef til dæmis mikinn áhuga á tungumálum en ég tala þrjú tungumál; Kiswahili, frönsku og ensku. Mér finnst frábært að geta átt samskipti við útlendinga á mismunandi tungumálum. En svo finnst mér líka skemmtilegt að hitta alla vini mína í skólanum.

Áttu auðvelt með nám?

Í dag á ég á auðvelt með það og er yfirleitt allaf með þeim hæstu í bekknum. Á tímabili átti ég erfitt með stærðfræði en mamma mín og kennararnir hjálpuðu mér mikið með hana. Ég þurfti oft að læra aukalega í stærðfræði en það skilaði sér og í dag fæ ég góðar einkunnir í öllum fögum.

Hver eru áhugamál þín?

Fótbolti og aftur fótbolti. Draumurinn minn er að verða jafn góður í fótbolta og Lionel Messi. Uppáhaldsliðið mitt er Barcelona frá Spáni. Fótboltinn tekur mikið af frítíma mínum og þegar ég er ekki heima eða í skólanum er ég alveg örugglega í fótbolta.

Svo hef ég líka mikinn áhuga á tónlist, bæði nútímatónlist og þjóðlegri. Ég er til að mynda í þjóðlagaklúbb sem hittist og dansar við þjóðlagatónlist. Það er mjög skemmtilegt.

Svo myndi ég gjarnan vilja læra að synda. Því miður er engin sundlaug nálægt þorpinu en á næsta ári fer ég í gagnfræðiskóla og þar nálægt er sundlaug. Ég hlakka mikið til!

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði