SOS sögur 13.apríl 2020

Laus frá ofbeldinu

Laus frá ofbeldinu

Sisay er einstæð húsmóðir sem slapp frá drykkfelldum og ofbeldishneigðum eiginmanni sínum og býr nú ásamt þremur börnum sínum og barnabarni. Hún er meðal skjólstæðinga Fjölskyldueflingar sem SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna á Tulumoye svæðinu í Eþíópíu. Sisay býr í smábænum Iteya er í tæplega þriggja klukkustunda akstursfjarlægð suður af höfuðborginni Addis Abab. (Sjá myndband)

Fá nú menntun og heilbrigðisþjónustu

Sisay lenti fljótlega í fjárhagsvandræðum eftir að hún flúði eiginmanninn. Henni tókst aðeins að afla lítilla tekna með því að baka og selja injera súrdeigsflatkökur en það er megin uppistaðan í eþíópískri matargerð og er algeng tekjulind. Frá því að Sisay gekk inn í fjölskyldueflinguna hefur hún fengið nauðsynlegan stuðning til að létta lífa fjölskyldu sinnar.

Stuðningur SOS hefur gert það að verkum að ég get núna unnið að heiman við baksturinn og nýtt tekjurnar betur. Börnin fá nú menntun og við höfum frían aðgang að heilbrigðisþjónustu,“ segir Sisay sem fékk lán til kaupa á áhöldum og hráefni í baksturinn. „Ég baka um 100 injerur á dag og sel stykkið á 5 Birr (20 krónur). Ég get bakað 400 injera kökur úr einum hveitiskammti á fjórum dögum og hagnaður minn af því eru 400 Birr (1.600 krónur).

Komin í öryggið

Þetta hjálpar Sisay að greiða niður lánið og gefa fjölskyldunni að borða en hún nær þó ekki alltaf endum saman. Í slíkum tilfellum hefur hún aðgang að samfélagssjóði sem er nokkurskonar öryggisnet fyrir sárafátækar barnafjölskyldur í bænum.

Lamdi hana meðvitundarlausa

Fjölskyldueflingin kom að segja má á hárréttum tíma Sisay  sem hafði mátt ganga í gegnum miklar raunir. „Ég átti eiginmann en við búum ekki lengur saman. Hann er alkahólisti og gerði mér lífið erfitt heima fyrir. Ég flutti á endanum út og fór að búa ein með börnunum okkar. Hann er ekki umhyggjusamur maður. Honum var sama um börnin. Hann hugsaði ekkert um þau og þegar hann var drukkinn lamdi hann ekki bara mig heldur börnin líka. Stundum átti hann það til að lemja mig þangað til ég rotaðist...“ sagði Sisay og gerði hlé á máli sínu.

Augljóst var að henni þótti erfitt að rifja upp þessa erfiðu tíma en um leið segir hún það mikilvægt að deila sögu sinni með styrktaraðilum á Íslandi. „Ég er þakklát fyrir að fá að deila sögu minni með ykkur. Ég hef virkilega notið góðs af fjölskyldueflingunni. Líf mitt hefur gjörbreyst til hins betra. Takk fyrir það.“

SOS fjölskylduvinur

Gerast SOS fjölskylduvinur

SOS fjölskylduvinur

Sem SOS-fjölskylduvinur kemurðu í veg fyrir að börn verði vanrækt og yfirgefin. Í fjölskyldueflingu SOS tökum við fyrstu skrefin með fjölskyldum út úr sárafátækt svo þær getið staðið á eigin fótum og veitt börnunum bjarta framtíð. Þú ákveður styrktarupphæðina og færð reglulega uppýsingapóst um verkefnin sem við fjármögnum.

Mánaðarlegt framlag
1.500 kr 2.500 kr 5.000 kr 7.500 kr