SOS sögur 22.ágúst 2023

Langþráðir endurfundir Kalla og tvíburanna

Langþráðir endurfundir Kalla og tvíburanna

Hún var tilfinningaþrungin stundin þegar Karl Jónas Gíslason hitti tvíburabræðurna Ísak og Samúel í SOS barnaþorpi í Eþíópíu fyrr á þessu ári. Kalli og tvíburarnir bundust órjúfanlegum böndum fyrir lífstíð þegar hann bjargaði lífi þeirra nýfæddum árið 2012. Hann heimsótti þá árlega til ársins 2018 en síðan ekki aftur í nærri fimm ár. Við fengum að festa endurfundina á filmu og afraksturinn má sjá í meðfylgjandi myndbandi.

Þá kom SOS á Íslandi inn í og bjargar lífi þeirra

Mörg munum við eftir Kalla sem bjargaði lífi nýfæddra tvíburabræðra í Eþíópíu árið 2012. Þeir áttu að deyja til að aflétta bölvun sem talin var hvíla á þeim. Kalla tókst að koma drengjunum á öruggt heimili í SOS barnaþorpinu í Hawassa þar sem þeir búa enn í dag og eru orðnir 11 ára. Þessu hefur Kalli áður sagt frá í fjölmiðlum og hér á sos.is.

Sjá líka: Tví­bur­arn­ir sem Kalli bjarg­aði orðn­ir 10 ára

„Þetta er bara einhvern veginn kraftaverk frá upphafi til enda. Aðstæðurnar þarna niðurfrá voru þannig að það þurfti að taka strákana út úr þessum aðstæðum. Einasta björgunin var að koma þeim á munaðarleysingjahæli. Það vorum við búnir að reyna. Það gekk ekki og þá kom SOS á Íslandi inn í og í rauninni bjargar lífi þeirra,“ segir Kalli en getur ekki útskýrt tilfinninguna þegar hann rifjar hanan upp nú 11 árum síðar.

Þeir vita ekki að ég er að koma

„Nú er ég kominn til Hawassa og þeir vita ekki að ég er að koma. Ég er alveg svakalega spenntur að hitta þá,“ segir Kalli í myndbandinu áður en hann svo hitti Ísak og Samúel. Þarna voru liðin fjögur og hálft ár síðan þeir hittust síðast en þá voru tvíburarnir á sjöunda aldursári.

Kalli með tvíburana nokkurra daga gamla, haustið 2012. Kalli með tvíburana nokkurra daga gamla, haustið 2012.

Fyrst voru þeir mjög feimnir

Strákarnir biðu alltaf óþreyjufullir eftir heimsóknum Kalla þegar þeir voru yngri og komu hlaupandi á móti honum. Nú voru þeir aðeins rólegri. „Að hitta strákana eftir þennan tíma var bara ómetanlegt. Fyrst voru þeir mjög feimnir. Það eru fjögur og hálft ár síðan síðast og það er næstum helmingurinn af ævinni þeirra. Það var alveg stórkostlegt að sjá hvað þeir eru orðnir stórir,“ sagði Kalli eftir heimsóknina á þessum gleðiríka degi þar sem Kalli fór með þá í bæinn að kaupa fótbolta og í ísbúð.

Það var ótrúlegt að faðma þá og hvísla að þeim að mér þyki vænt um þá sagði Kalli með tárin í augunum
Langþráðir endurfundir Kalla og tvíburanna árið 2023. Langþráðir endurfundir Kalla og tvíburanna árið 2023.

Kalli kemur bara einhvern daginn og sækir okkur

SOS móðir Ísaks og Samúels sagði Kalla að bræðrunum gangi ágætlega í skóla en þó örli aðeins á skólaleiða hjá Ísak.

„Þetta eru krakkar hér eins og annarsstaðar. Hún sagði; Kalli, þú þarft að tala aðeins við þá því að þegar ég er að reyna að fá þá til að læra betur heima, þá segja þeir bara að þetta verði allt í lagi, Kalli kemur bara einhvern daginn og sækir okkur. En það er ekki tilfellið sko. Mamma þeirra hefur reynst þeim alveg einstaklega vel. Þetta eru strákarnir hennar. Henni þykir vænt um þá eins og þetta væru hennar eigin drengir. Þetta er heimili. Það er stóri hlutinn í þessu. Þeir njóta umhyggju og væntumþykju,“ sagði Kalli og gerði hlé á máli sínu. Tilfinningarnar tóku völdin.

Kalli sýnir Samúel gamlar myndir í símanum. Kalli sýnir Samúel gamlar myndir í símanum.

Að elska kostar alltaf

„Það er bara rosalega erfitt útskýra hvað það er að láta sér þykja vænt um. Strákarnir vita það og ég veit það. Það nægir. SOS Barnaþorpin eru fyrir mér framlenging á kærleika og umhyggju sem allir geta tekið þátt í. Því við höfum af nógu að taka heima á Íslandi. Það er ekki hægt að tapa á þessu. Að elska kostar alltaf. Þegar upp er staðið er það alltaf þess virði. Ísak og Samúel eru sönnun þeess.“

Myndataka: Guðmundur Karl Brynjarsson
Klipping og frásögn: Hans Steinar Bjarnason

Fjallað var um sögu Kalla og tvíburanna í Íslandi í dag á Stöð 2 árið 2019 og hér má rifja þá umfjöllun upp.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði