SOS sögur 29.júní 2017

Langar að opna bakarí

Neila fæddist fyrir 21 ári í fátækasta hluta Naíróbí í Keníu. Mamma mín dó þegar ég var átta ára og þá þurfti ég að læra að elda til þess að hjálpa pabba og yngri systur minni. „Það góða við það var að ég fékk áhuga á eldamennsku sem hefur nýst mér vel,“ segir Neila.

Síðustu árin hafa verið erfið fyrir fjölskylduna en faðir þeirra vann allar stundir til að geta séð fyrir stúlkunum. Fyrir þremur árum, þegar Neila var átján ára hóf hún nám í verknámsskóla SOS Barnaþorpanna til þess að læra að verða kokkur.

„Við vorum mjög heppin. Fljótlega eftir að mamma dó komumst við í kynni við SOS Barnaþorpin sem borguðu fyrir okkur skólagjöld, skólabúninga og námsgögn. Annars hefðum við aldrei farið í skóla,“ segir hún. „Og nú fæ ég aðstoð frá þeim til að vera í kokkanámi.“ Systir Neilu er í viðskiptafræði í háskóla og fær aðstoð frá SOS Barnaþorpunum til þess.

IMG_7432-stor.jpgMóðir systranna lést úr HIV og eru þær báðar ásamt föður sínum smitaðar. „Pabbi er með aðgang að heilsugæslu SOS þar sem hann fær umönnun og lyf og við höfum báðar fengið fræðslu um hvernig það er að lifa með sjúkdómnum,“ segir Neila.

Á síðasta ári var hluti af námi Neilu að fara í starfsnám. „Fínasta hótelið í Mombasa (önnur stærsta borg landsins) réð mig, ég ætlaði varla að trúa því,“ segir Neila. „Þar fékk ég ótrúlega góða reynslu og lærði af bestu kokkum landsins. Neila útskrifast sem kokkur í  nóvember og vonast til að fá vinnu fljótlega eftir það. „Mig langar til að fá vinnu á svona flottu hóteli og seinna meir langar mig til að opna veitingastað eða jafnvel bakarí. Ég elska að baka,“ segir Neila.

„Ég er svo stolt af sjálfri mér. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að ég kæmist á þennan stað,“ segir Neila að lokum. 

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði