SOS sögur 5.apríl 2017

Lærði bifvélavirkjun í verknámsskóla SOS

Junior Saint-Jean er 32 ára gamall maður frá Haítí. Frá unga aldri hefur hann haft gaman að fikta við vélar og mikinn áhuga á rafvélafræði en aldrei haft möguleika á að vinna við það. Það var þar til hann kynntist námi í bifvélavirkjun í verknámsskóla SOS í Cap-Haïtien árið 2011 að líf hans breyttist.

Junior þurfti að hætta í námi, þrátt fyrir góðan námsárangur, vegna þess að móðir hans gat ekki borgað skólagjöldin. Eins þurfti systir hans að hætta við háskólanám af sömu ástæðu. Junior varð í kjölfarið staðráðin í að afla tekna til að styðja við móður sína og systkinin. Að fara í verknámsskólann gaf honum bæði þekkingu á bifvélavirkjun og getu til að hefja eigin rekstur. Hann hóf viðgerðir á bílum strax fyrsta árið í skólanum og á öðru ári gat hann keypt sinn eigin bíl, fengið bílpróf og hóf störf sem leigubílstjóri. Nú hefur hann klárað nám og er kennari við skólann. Honum finnst frábært að fá að kenna ungu fólki sem hafa átt við sömu erfiðleika að stríða og hann.

Nú dreymir hann um að verða vélaverkfræðingur og stofna bílaverkstæðakeðju í Haítí. En fyrst ætlar hann að safna fé til að giftast kærustunni sinni og stofna fjölskyldu.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði