SOS sögur 8.maí 2023

Örin á hönd­um drengsins sýndu merki um of­beldi

Örin á hönd­um drengsins sýndu merki um of­beldi

Örin á höndum Daniels sýndu merki um líkamlegt ofbeldi en í raun og veru segja augu hans alla söguna. Litli drengurinn var aðeins sjö ára þegar hann kom í SOS athvarf fyrir börn í Pachacamac í Perú. Fyrir það bjó Daniel á götunni með föður sínum sem beitti hann alvarlegu ofbeldi. Einn daginn gekk faðir hans illilega í skrokk á syni sínum og skildi hann eftir í slæmu ástandi. Góðhjartað fólk kom að Daniel og hringdi strax í lögregluna sem sótti drenginn og fór með hann í SOS athvarfið.

Eignaðist ný systkini

Í framhaldinu eignaðist Daniel svo nýtt heimili í SOS barnaþorpinu ásamt tveimur öðrum börnum, Söruh og Mark. Börnin þekktust ekki fyrir en á augabragði urðu þau SOS systkini. Börnin aðlöguðust þó misvel. „Sarah er yngst og hún aðlagaðist afar vel. Hún kallaði mig strax mömmu og naut þess í botn að eiga heimili og fjölskyldu,“ segir Mercedes, SOS móðir Daniels.

Öll börnin ólust upp á götunni og ekkert þeirra hafði átt alvöru heimili áður. Öll börnin ólust upp á götunni og ekkert þeirra hafði átt alvöru heimili áður.

Ekkert barnanna hafði átt alvöru heimili

Mark var sjö ára líkt og Daniel en hann var aðeins lengur en systkini sín að aðlagast nýja lífinu. „Þegar hann fór fyrst í skólann sagði hann kennurunum að hann ætti enga fjölskyldu. Það var eins og hann tryði því ekki sjálfur. Hann fékk sálfræðiaðstoð og smám saman lærði hann að treysta mér. Fljótlega kallaði hann mig mömmu í fyrsta sinn,“ segir Mercedes stolt.

Öll börnin ólust upp á götunni og ekkert þeirra hafði átt alvöru heimili áður, rúm til að sofa í eða einhvern fullorðinn sem sýndi þeim áhuga. Þau höfðu til dæmis ekki hugmynd um hvernig átti að nota hnífapör. Það voru engin gildi eða reglur, engin rútína.

„Þau voru svo yndisleg. Fljótlega eftir að þau komu í þorpið fór ég með þeim að kaupa föt. Þeim fannst það dásamlegt. Ég held að þau hafi áttað sig á því í búðinni að þetta væri virkilega að gerast. Þá borða þau allan mat og síðast en ekki síst elska þau nýju herbergin sín og eru alltaf að taka til í þeim. Það er þó ekkert víst að það endist lengi,“ segir þessi stolta SOS móðir og hlær.

Börnin elskuðu nýju herbergin sín og voru alltaf að taka til í þeim. Börnin elskuðu nýju herbergin sín og voru alltaf að taka til í þeim.
SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og veitir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Viljir þú styrkja barn í tilteknu landi, t.d. í Króatíu, skrifar þú einfaldlega „Króatía" í dálkinn fyrir athugasemdir.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði