SOS sögur 24.janúar 2018

Kunnu ekki að borða með skeið

Kunnu ekki að borða með skeið

Melissa og Melina eru níu ára tvíburar sem búa í SOS Barnaþorpinu í Lusaka í Sambíu. Þegar þú sérð aðra þeirra veistu að hin er ekki langt frá. Oftast ganga þær um þorpið hönd í hönd enda miklar vinkonur. En eins mikið og þær elska hvor aðra geta þær rifist eins og köttur og hundur og því þarf SOS móðir þeirra stöðugt að fylgjast með.

„Það er stöðug barátta,“ segir SOS móðir þeirra Jenipher. „Þær eiga sitthvort rúmið en samt fer önnur þeirra alltaf upp í til hinnar. Þær eiga það báðar til að pissa í rúmið og þá fer rifrildið af stað um hver gerði það,“ segir hún og hlær.

Tvíburarnir komu í barnaþorpið árið 2011, þá þriggja ára. „Þær voru afar vannærðar og þreyttar. Gátu sofið alveg endalaust og vildu ekki tala við neinn. Þegar þær voru vakandi sátu þær oft á rúminu sínu og rugguðu sér fram og til baka. Þær vildu ekkert borða en horfðu bara á matinn. Það var þá sem ég fattaði að þær kunnu ekki að halda á skeið. Þegar þær byrjuðu loks að borða, ældu þær oft fljótlega eftir máltíð þar sem líkaminn réð hreinlega ekki við matinn,“ segir Jenipher.

Stúlkurnar hittu aldrei líffræðilega móður sína þar sem hún lést fljótlega eftir fæðingu. Faðir þeirra gat ekki séð fyrir þeim og því dvöldu þær á munaðarleysingjaheimili í tvö ár áður en þær komu í barnaþorpið. „Ég held að stelpurnar hafi verið í rúminu sínu allan daginn á munaðarleysingjaheimilinu,“ segir Jenipher. „Þær kunnu ekki að tjá sig og höfðu augljóslega aldrei upplifað ást og umhyggju.“

Tvíburasystrunum gengur vel í dag þrátt fyrir að einhver vandamál séu enn til staðar. Melina ætlar að verða flugmaður á meðan Melissa stefnir á að verða lögreglukona. „Ég elska þær af öllu hjarta og hlakka mikið til framtíðarinnar með þeim,“ segir Jenipher.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði