SOS sögur 14.ágúst 2017

Knattspyrnukona á Ólympíuleikum

Mavis Chirandu spilaði með landsliði Simbabve í knattspyrnu á Ólympíuleikunum í Ríó. Hún klæddist treyju númer 10 og spilaði stolt fyrir hönd þjóð sinnar og SOS Barnaþorpanna en hún ólst upp í einu slíku. Hún segist lengi hafa dreymt um að spila á Ólympíleikunum og nú loksins varð draumurinn að veruleika. En ætli það hafi ekki þurft mikla hvatningu til að elta drauma sína líkt og Mavis gerði?

„Jú svo sannarlega og ég fékk mikla hvatningu í SOS Barnaþorpinu. Það get ég helst nefnt Eddie Magosvongwe, ungmennaleiðtoga, sem hafði mikla trú á mér. Hann sagði mér að ég gæti gert allt sem ég vildi, bara ef ég hefði trú á sjálfri mér.“

Mavis á átta ára afmæli sínuHvert er besta ráð sem þú hefur fengið?

„Einblíndu á ferilinn þinn. Ekki láta þessa stráka trufla einbeitinguna,“ segir Mavis og hlær.

Hvernig var andrúmsloftið á Ólympíuleikunum?

Þegar ég kom til São Paulo þurfti ég að klípa mig. Erum við virkilega komin til Brasilíu? Það voru allir svo spenntir að sjá okkur, veifuðu okkar og tóku myndir.

Hvernig nýttir þú frítíma þinn í Ríó?

Þegar við vorum ekki á æfingum eða að undirbúa leiki, vorum við að hvíla okkur. Sérstaklega þar sem fyrsti leikurinn okkar var á móti Þýskalandi (sem er annað besta lið í heimi skv. styrkleikalista FIFA) og við vorum mjög þreyttar eftir hann.

Hugsar þú einhvertíman um að hætta í fótbolta?

Nei aldrei. Þá væri ég að gefa það upp á bátinn sem ég elska mest. Ég vona að ég eigi mörg ár eftir í boltanum.

Og að lokum, áttu einhver ráð fyrir unga krakka?

Notiði hæfileikana ykkar, það er aldrei að vita hvar þið endið. Til allra SOS krakkanna þarna úti langar mig að segja: Aldrei gefast upp og aldrei gleyma hversu hæfileikarík þið eruð. Ekki sitja á hæfileikum ykkar, notið þá!

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði