SOS sögur 23.maí 2018

Íslenskt styrktarforeldri: „Eins og eitt af okkar börnum“

Kvikmyndagerðarkonan Þóra Tómadóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir, velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi, heimsóttu á dögunum 15 ára stúlku til Nepal sem á íslenska styrktarforeldra. Þær ræddu líka við Kristin Gestsson, styktarforeldri hennar á Íslandi og hér má sjá afraksturinn í meðfylgjandi myndskeiði.

SOS barnaþorpið Kavre er skammt frá Kathmandú, höfuðborg Nepal. Þar búa um 140 börn með SOS fjölskyldum og fá tækifæri til að mennta sig og alast upp. Nokkur þeirra fá hjálp frá íslenskum styrktarforeldrum og meðal þeirra er hin 15 ára Shweta.

„Þetta er í rauninni eins og eitt af okkar börnum. Þó að við séum ekki með hana í fanginu eða hún alist ekki upp með okkur dags daglega.“ segir Kristinn sem ásamt eiginkonu sinni, Jóhönnu S. Vilhjálmsdóttur, styrkir Shwetu.

„Þetta er seinnilega þriðja stúlkan sem við styrkjum. Þessa stúlku erum við búin að vera að styrkja frá því hún var sennilega 10 ára. Þegar ég fór út í þetta á sínum tíma þá fannst mér þetta vera ágætis leið til þess að leggja eitthvað til í stórum svöngum heimi. Ég hef alltaf trúað því að menntun sé lykillinn að öllum framförum. Ekki síst fyrir fólk í svona stöðu þar sem fátækt og fáfræði er mikil.“ segir Kristinn.

Shweta segir að hún hafi það mjög gott í þorpinu. „Það er gott að alast upp í þessu þorpi. Ég á níu yngri bræður og systur og tíu eldri bræður og systur. Fólkið í þorpinu hjálpar mér á alla mögulega vegu sem þau geta. Við fáum góða menntun og lifum heilsusamlegu lífi. Við fáum gott uppeldi og eignumst góða vini og eigum góða fjölskyldu að.“ segir Shweta.

Innslagið má sjá hér fyrir neðan og um leið bendum við fólki á að hér á heimasíðu SOS er hægt er að gerast styrktarforeldri, barnaþorpsvinur, fjölskylkduvinur eða gefa annars konar framlög.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði