SOS sögur 11.júní 2021

Hugsar sjaldan til blóðforeldranna

Hugsar sjaldan til blóðforeldranna

Sneha var þriggja mánaða þegar hún kom í SOS barnaþorpið í Guwahati á Indlandi. Hún er tvítug í dag en veit ekki enn af hverju foreldrar hennar yfirgáfu hana á sínum tíma. Hún segist í raun ekkert hugsa út í blóðforeldra sína því hún sé umvafin ást hjá SOS fjölskyldunni sinni þar sem hún fær líka alla þá leiðsögn sem hún þarf í lífinu. Hún er í viðskiptafræðinámi í borginni Jaipur og hefur sett stefnuna á háskólagráðu. Sneha segir sögu sína í meðfylgjandi frásögn.

Nafn framkvæmdastjórans á skólaskírteininu

Ég var þriggja mánaða þegar ég kom í barnaþorpið og orðin 18 ára þegar ég fór fyrst í burtu í heimavistarskóla. Á nemendaskirteininu mínu er ekki nafn föður míns heldur framkvæmdastjóra barnaþorpsins. Skólafélagar mínir héldu fyrst að ég hefði sett nafnið hans á skírteinið fyrir mistök. Það var þá sem ég gerði mér grein fyrir því hve uppvöxtur minn í barnaþorpi var frábrugðinn skólasystkina minna.

Ég sagði þeim að ég elskaði allt við líf mitt hjá SOS. Þar er lóðin græn og falleg og leiksvæði. SOS mamma mín elskar og yndislegt starfsfólk SOS er mér sem fjölskylda. Ég tala enn við þau á hverjum degi og leita ráða hjá þeim um allt sem ég er forvitin. Þau bókstaflega dekra við mig. Mér finnst ég hafa verið heppin í lífinu.

Lífið mitt er fullt af ást og umhyggju svo ég hugsa í raun lítið um blóðforeldrana. Sneha

Hugsar í raun lítið um blóðforeldrana

Þegar vinir mínir spyrja mig hvort ég hugsi um blóðforeldra mína og af hverju þeir yfirgáfu mig verða þau hissa þegar ég segi þeim að hugurinn reiki sjaldan til þeirra. Ég hef átt svo gott líf og umhyggjusama fjölskyldu. Lífið mitt er fullt af ást og umhyggju svo ég hugsa í raun lítið um blóðforeldrana.

Einstaka sinnum verður mér hugsað til mömmu og af hverju hún yfirgaf mig en þá kenni ég í brjósti um hana. Líður illa fyrir hennar hönd. Hvað mig varðar, þá tel ég mig vera heppnari en flesta aðra því ég á svo mörg systikni sem ég get leitað til eftir stuðningi.

Hringdi í SOS mömmu sína á hverjum degi

Þegar ég kom til Jaipur til að hefja viðskiptafræðinámið tók það mig smá tíma að aðlagast breytingunum. Ég var þessi stúlka frá öðrum hluta landsins, í nýrri borg, en setti mig í samband við önnur SOS systkini í borginni. Ég hringdi í SOS mömmu mína á hverjum degi til að segja henni hvað ég saknaði hennar og systkina minna mikið. Stundum hringdi ég líka í framkvæmdastjóra barnaþorpsins, sem ég kalla Subodh frænda. Hann er mér sem faðir og kennir mér að takast á við áskoranir mínar.

Ég á auðvelt með að eignast vini en SOS fjölskyldan hryggjarsúlan. Sneha

Fékk áhuga á Instagram

Eftir að Covid útgöngubanninu lauk var ég ein á heimavistinni í einhvern tíma. Það var þá sem ég fékk áhuga á Instagram til að halda sambandi við vini og fjölskyldu. Það hvatti mig líka til að fara út úr húsi til að taka myndir til að sýna. Ég elska að taka myndir og deila reynslu minni með öðrum. Ég fór t.d. að birta færslur um hvernig maður getur komist af í útgöngubanni, t.d. með eldamennsku og hjólreiðatúrum og vera jákvæð þrátt fyrir áskoranirnar. Þetta féll vel í kramið svo ég ákvað að vera dugleg að birta færslur reglulega.

Er fyrirmynd yngri systkina sinna

Ég vil að fólk þekki mína sögu sem er um hamingjusama stúlku þrátt fyrir að bakgrunnur minn sé frábrugðinn því sem fólk bjóst við. Ég ætla að lifa hamingjusömu lífi og ná árangri því ég á svo mörg SOS systkini sem líta á mig sem fyrirmynd. Ég geri mér grein fyrir því af því að ég leit upp til eldri systkina minna þegar ég var yngri og þau voru mér hvatning. Ég vona að ég geti verið slík hvatning fyrir yngri SOS systkini mín.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði