SOS sögur 22.september 2023

Horfir til framtíðar

Horfir til framtíðar

*Tania er frá Ekvador, elst af fimm systkinum. Hún var tíu ára þegar hún eignaðist nýtt heimili í SOS barnaþorpi. Fyrsta minning hennar er þegar hún var átta ára að elda mat fyrir yngri systkini sín þar sem mamma þeirra var að fara í vinnu. Hún man ekkert eftir föður sínum. Tveimur árum síðar var móðir hennar myrt af kærasta sínum.

„Við vissum ekki hvar pabbi var og vorum ekki í neinu sambandi við ættingja. Því fórum við í hendur yfirvalda,“ segir Tania. Eftir einn mánuð fengu þau nýtt heimili í SOS barnaþorpinu í Esmeraldas. „Við fengum yndislegt uppeldi í þorpinu og leið vel. Það bjargaði okkur að fá að fara öll saman á heimili og eignast nýja fjölskyldu,“ segir hún.

Fundu pabbann

Þegar Tania var sextán ára tókst starfsmönnum SOS að hafa uppi á föður systkinanna. Þau voru í sambandi í einhvern tíma en svo hætti hann að hafa samskipti án útskýringa. „Ég kallaði hann aldrei pabba. Hann var ókunnugur maður en það var samt gaman að fá að kynnast honum,“ segir Tania.

Tania varð móðir þegar hún var tvítug. Við þessa frásögn Töniu árið 2018 var hún 23 ára og skilin við barnsföður sinn en hún sagði þau eiga í góðu sambandi. „Þó við séum ekki saman getum við alveg virt hvort annað og sameinast um dóttur okkar. Ég ætla aldrei að láta dóttur minni líða eins og mér leið þegar ég var yngri,“ segir hún.

„Það að hafa byrjað lífið á erfiðum nótum hefur enn áhrif á mig. Mér líður þó vel í dag og lít jákvæðum augum á framtíðina. Ég er enn að vinna úr mínum málum og SOS Barnaþorpin hjálpa mér við það,“ útskýrir Tania en SOS greiðir fyrir háskólanám hennar í endurskoðun.

*Nafn skáldað af persónuverndarástæðum. Frásögn Töniu er frá árinu 2018.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og veitir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Viljir þú styrkja barn í tilteknu landi, t.d. í Króatíu, skrifar þú einfaldlega „Króatía" í dálkinn fyrir athugasemdir.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði