SOS sögur 12.maí 2015

„Hér eignaðist ég nýja fjölskyldu“

„Hér eignaðist ég nýja fjölskyldu“

Torres var átta ára þegar hann kom í SOS Barnaþorpið í Tete í Mósambík eftir að foreldrar hans létust í borgarastyrjöld sem geisaði í landinu frá 1977-1992. Í dag er hann 33 ára eiginmaður og faðir þriggja barna. Hann býr í höfuðborginni Maputo þar sem hann starfar á landsskrifstofu SOS Barnaþorpanna.

SOS Barnaþorpin í Mósambík hafa verið stór partur af lífi Torres í 26 ár. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig líf mitt væri í dag ef SOS Barnaþorpin hefðu ekki gefið mér nýtt heimili. Hér eignaðist ég nýja fjölskyldu, fékk að mennta mig og vera hluti af góðu samfélagi. Það var eins og líf mitt hæfist upp á nýtt,“ segir Torres. „Í dag starfa ég fyrir samtökin og það gleður mig að geta hjálpað börnum sem eru í sömu sporum og ég var eitt sinn í.“ 

Torres reynir að heimsækja þorpið og SOS móður sína eins oft og hægt er. „Ég sakna mömmu mikið. Hún er kletturinn í mínu lífi og á ég henni margt að þakka.“ Torres segist eiga margar góðar minningar úr barnaþorpinu. „Mér fannst mjög gaman að spila fótbolta og var alltaf í treyju númer níu. En það var ekki eins gaman að þvo treyjuna eftir leiki,“ segir hann og hlær. „Mér fannst skemmtilegra að vinna í garðinum og gerði stundum samkomulag við mömmu um að vinna þar í stað þess að þvo treyjuna. Þá fannst mér líka gaman að baka og var duglegur við það.“

Maria Helena da Costa er SOS móðir Torres og á einnig góðar minningar frá þessum tíma. „Torres er yndislegur. Hann kom í barnaþorpið í kjölfar borgarastyrjaldarinnar og var ekki við góða heilsu. Þegar ég hitti hann fyrst leit hann ekki vel út en hann var í rifnum og skítugum fötum og var ofsalega horaður. Næsta dag fór hann í læknisskoðun sem kom þó ágætlega út. Hann nærðist vel næstu vikurnar og jafnaði sig smám saman.“

Maria segir Torres hafa verið góðan strák sem kom sér þó oft í klandur. „Ég fékk stundum skilaboð frá skólanum um að hann ætti erfitt með að hafa hljóð,“ segir hún og hlær. „Það var sko aldrei lognmolla í kringum Torres. Hann gat fengið alla til að hlæja og stundum fékk maður verki í magann eftir hláturskast með honum,“ segir þessi stolta móðir.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði