SOS sögur 19.júlí 2018

Hélt hún væri eina stelpan í boltanum

Það er alltaf ánægjulegt að sjá þegar börnin úr SOS barnaþorpum láta drauma sína rætast. Hasnaa Taoufik sem er 18 ára eltir draum sinn og er nú á barmi atvinnumennsku í fótbolta og orðin landsliðskona í Marokkó. Hasnaa ólst upp í SOS barnaþorpinu El Jadida í Marokkó og þegar hún var 9 ára æfði hún fótbolta með strákunum í þorpinu. Líf hennar breyttist dag einn þegar hún var 14 ára gömul að leika sér í fótbolta með vinum sínum á ströndinni.

„Kona frá fótboltaliðinu Difaa Hassani Jadidi (DHJ) átti þar leið hjá og kom auga á mig. Henni leist vel á tæknilega getu mína og ég gaf henni upp nafn mitt. Hún kom svo í barnaþorpið og bauð mér ganga í raðir unglingaliðsins.“ segir Hasnaa sem lék í tvö ár með DHJ og skoraði fjölmörg mörk.

Ekki leið á löngu þar til hæfileikar hennar vöktu athygli víðar. Starfsmaður eins virtasta og sigursælasta fótboltaliðs Marokkó, Forces Armées Royales (FAR) kom auga á Hasnaa árið 2016. Hún komst inn í akademíu félagsins, 16 ára og flutti til höfuðborgarinnar Rabat.

Í dag er Hasnaa einnig komin í stúlknalandslið Marokkó og hefur spilað fjölmarga leikið með liðinu í undankeppni Afríkumótsins. „Þegar ég var valin í landsliðið gerði ég mér grein fyrir að fótbolti er mitt aðaláhugamál. Ég hafði alltaf bara spilað með strákunum en hjá DHJ sá ég að það eru margar aðrar stelpur að spila fótbolta. Ég hélt ég væri sú eina.“ segir Hasnaa sem þarf að skipuleggja tíma sinn vel og láta námið og fótboltann komast fyrir í dagskránni.

Hasnaa hefur sett stefnuna á að komast í A-landslið Marokkó og í atvinnumennsku erlendis. Það má með sanni segja að hún sé á góðri leið með að láta æskudraum sinn rætast.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði