SOS sögur 6.janúar 2016

Gjafir frá SOS börnum til flóttabarna

„Ég hef séð þessi börn í sjónvarpinu,“ sagði hinn níu ára Aleksander. „Þau eru svo leið. Af hverju eru þau svona leið?“ og var þá að spyrja um börnin sem dvelja í flóttamannabúðum í landinu þar sem þau hafa neyðst til að flýja heimaland sitt.

Um hátíðarnar eru börnin sem búa í SOS Barnaþorpum í Makedóníu vön að fá gjafir frá SOS foreldrum sínum, vinum og stundum líffræðilegum ættingjum. Aleksander fannst ósanngjarnt að börnin í flóttamannabúðunum fengju engar gjafir. „Kannski hætta þau að vera leið ef þau vita að okkur þykir vænt um þau,“ sagði litli snáðinn.

Aleksander þekkir sorgina vel en hann bjó við afar slæmar aðstæður fyrir nokkrum árum áður en hann kom í SOS Barnaþorpið. Hann spurði SOS systur sínar, Jovönku og Irenu, hvort þær vildu vera með og svo héldu þau öll af stað ásamt SOS móður sinni í leikfangabúðina. Þar keyptu þau húfur, vettlinga, leikfangadýr, bangsa, dúkkur og bíla. „Vá hvað þau sem fá svona flottan bíl eru heppin!“ sagði Aleksander. Börnin pökkuðu gjöfunum inn í fallegan gjafapappír en Aleksander fannst Irena nota full mikið límband. „Krakkarnir verða í marga daga að opna pakkann ef þú notar svona mikið límband,“ sagði hann spekingslega en Irena hafði hugsað þetta vel. „Ég vil að gjöfin komi þeim á óvart og hún kemur ekki á óvart ef þau vita hvað er í pakkanum!“.

KZI_3586.JPGÞegar búið var að pakka inn gjöfunum var komið að því að skrifa kort. „Á hvern eigum við að stíla kortið?“ spyr Aleksander. „Nýja vin okkar,“ svaraði Javanka. „Já, það er sniðugt. Í fréttunum segir að flest börnin séu frá Sýrlandi þannig að ég ætla að skrifa: nýi vinur minn frá Sýrlandi,“ sagði Aleksander. „Kannski eru þau frá Afganistan“ sagði Irena þá. „Nýja vinkona mín frá Afganistan,“ skrifaði hún stolt.

Börnin skrifuðu mörg falleg bréf til stráka og stelpna frá Sýrlandi, Afganistan og Írak. Öll óskuðu þau börnunum góðs gengis og vonuðust til að allir draumar þeirra rættust árið 2016. „Ég vona að þau verði heilsuhraust og eignist fallegt heimili. Mest vona ég þó að þau geti farið aftur heim til sín því þau vilja það mest af öllu,“ sagði Aleksander að lokum.

Gjöfunum var dreift til barna í flóttamannabúðum í Makedóníu á aðfangadag og vöktu þær mikla lukku.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði