SOS sögur 30.október 2019

Gerir tónlistarmyndbönd fyrir stjörnurnar

Gerir tónlistarmyndbönd fyrir stjörnurnar

Þegar Victor Rojas missti móður sína fyrir 17 árum flutti hann ásamt tveimur hálfbræðrum sínum í SOS barnaþorpið í Santa Cruz í Bólivíu þar sem þeir ólust upp hjá SOS-móður sinni. Í dag er Victor 29 ára og gerir tónlistarmyndbönd fyrir vinsæla poppara í Bólivíu.

Sönn móðurást í barnaþorpinu kom á óvart

Victor segist hafa upplifað miklar breytingar þegar hann flutti frá hrörlegu heimili sínu í sveitinni eftir að móðir hans lést. Hann upplifði óvissu og kvíða en hann segir það hafa komið sér í opna skjöldu hversu mikla ást og umhyggju hann hafi fundið frá fyrsta degi.

„Ég upplifði aldrei neitt annað en sanna móðurást frá SOS-mömmu minni, Lourdes. Ég fékk þarna nýtt tækifæri á að alast upp í fjölskyldu. Ég lærði að þora að eltast við drauma mína og láta þá rætast með stuðningi hennar,“ segir Victor sem á hefðbundið mæðginasamband við Lourdes. Þau tala reglulega saman og hittast í hádegismat á hverjum sunnudegi.

Hér fyrir neðan má sjá eitt af þeim tónlistarmyndböndum sem Victor hefur gert fyrir tónlistarmenn í Bólivíu.

Varð þekkt nafn í bransanum

Þegar Victor lauk skólagöngu í SOS barnaþorpinu fékk hann skólastyrk fyrir háskólanámi í tölvunarfræði. Þar gekk hann til liðs við áhugamannahóp um kvikmyndatökur og sjálfmenntaði sig í þeirri iðn. Í framhaldinu fór hann að gera tónlistarmyndbönd fyrir lítt þekkt og efnilegt tónlistarfólk, afrakstur hans fór að vekja athygli og hægt og rólega varð hann þekkt nafn í bransanum. Hann fór í framhaldinu að vinna fyrir þekkt tónlistarfólk og fyrir tveimur árum stofnaði hann útgáfufyrirtækið Deiner el hard.

„Náið lengra en ímyndunaraflið“

Þrátt fyrir að hafa misst móður sína á viðkvæmum aldri, 12 ára, tók líf Victors svo sannarlega jákvæða stefnu í barnaþorpinu. Hann er á framabraut í sínu fagi, er hamingjusamlega giftur og stefnir á að eignast börn fljótlega. Hann lýsir sjálfum sér sem þrautseigum, duglegum draumóramanni. Hann leggur hart að sér og hefur sett stefnuna á að skapa sér nafn á alþjóðavettvangi í framleiðslu á tónlistarmyndböndum. Myndböndin hans fá mikla spilun á sjónvarpsstöðvum í Bólivíu.

„Skilaboð mín til allra barna eru að þau ættu alltaf að fylgja eftir draumum sínum af öllu hjarta og reyna að ná lengra en ímyndunaraflið.“

Við fundum eftirfarandi sjónvarpsinnslag á YouTube um Victor í Bólivíu þar sem hann m.a. heimsækir SOS barnaþorpið í Santa Cruz. Viðtalið er hins vegar á spænsku og við eigum því miður ekki þýðingu á því.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði