SOS sögur 30.nóvember 2019

Gekk ekki í skóla í 3 ár

MuhannadMuhannad er 11 ára strákur í Sýrlandi sem hefur mátt þola meiri hörmungar en við flest þekkjum.  Hann býr í austurhluta Aleppó en það er sá hluti borgarinnar sem varð einna verst úti í Sýrlandsstríðinu. Muhannad hafði verið áhugalaus í námi árið 2015 þegar áföllin dundu yfir. Skólinn hans eyðilagðist í árásum eins og flestir aðrir skólar í hverfinu og er talið að helmingur allra barna á aldrinum 5-18 ára hafi ekki stundað skólagöngu meðan á stríðinu stóð.

Með tímanum helltist depurðin yfir Muhannad því lestrarkunnátta hans var á við fyrstu bekkinga og það skammaðist hann sín fyrir. Þó ungur væri að árum gerði hann sér grein fyrir því að með þessu áframhaldi myndi hann fara á mis við mikla möguleika í framtíðinni.

AleppóMóðirin lést

En aðstæður Muhannad áttu eftir að versna áður en þær skánuðu. Fjölskyldan missti heimilið í stríðinu en stærsti missirinn var þegar móðir hans lést. Heilbrigðiskerfið í Aleppó var í rúst og móðirin fékk ekki fullnægjandi umönnun með fyrrgreindum afleiðingum. 2015 var verulega erfitt ár fyrir Muhannad sem er yngstur þriggja systkina en þau voru á vergangi ásamt föður sínum. Þar að auki þjáðist drengurinn af þunglyndi þvi móðurmissirinn var honum óbærilegur.

Hjálp frá SOS á Íslandi

Muhannad hafði ekki gengið í skóla í þrjú ár þegar góðar fréttir bárust loks. Um svipað leyti og fjölskyldan flutti inn til skyldmenna í gamla hverfinu sínu barst þeim til eyrna að SOS Barnaþorpin ætluðu að endurbyggja Althawra grunnskólanum í hverfinu. SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármögnuðu endurbæturnar sem kostuðu 12 milljónir króna með dyggum stuðningi einstaklinga hér á landi sem lögðu verkefninu lið með frjálsum framlögum.

Mynd: Alea HorstSkólinn er hamingjustaður barnanna

„Ég hélt að mig væri að dreyma þegar ég stóð fyrir framan skólann á fyrsta skóladeginum. Bara ef mamma vissi hvað ég er hamingjusamur núna,“ segir Muhannad. Þegar hann sá SOS merkið við innganginn fór um hann hlýleg tilfinning því meðan fjölskyldan var á vergangi sótti hann barnvæn svæði á vegum SOS þar sem fjöldi barna fékk m.a. sálfræðihjálp til að gera lífið bærilegra í stríðsástandinu. Muhannad fær nú aukakennslu til að vinna upp þau þrjú ár sem hann missti úr námi.  Um tvö þúsund börn sneru aftur til náms vegna endurbyggingar á skólanum.

„Ég vildi óska þess að dagurinn taki aldrei enda því ég vil bara vera hérna. Ég elska þennan skóla,“ sagði eitt barnanna við Racha Badawi, konu sem vinnur hjá SOS í Sýrlandi. Hún segir börnin ennþá hrædd eftir stríðið. „Að vera í skólanum er hamingjustundin þeirra.“

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði