SOS sögur 14.ágúst 2019

Gana: Sex systkini fá heimili í SOS Barnaþorpi

Þau eru sex systkinin. Þegar mamma þeirra dó sendi fátækur og ráðalaus faðir þeirra þrjú barnanna (tveggja ára þríbura) á munaðarleysingjaheimili og hin börnin fóru til ættingja.

Tvíburarnir Fadu og Seidu (nú 13 ára) fóru til frænku sinnar í höfuðborginni Accra. En í stað þess að senda þá í skóla lét hún þá vinna við byggingarvinnu. Yngri bróðir þeirra Ekuwa (nú 9 ára) varð fórnarlamb mansals og seldur til Fílabeinsstrandarinnar til að starfa þar á búgarði.

Til að gera langa sögu stutta hefur nú tekist að bjarga öllum systkinunum sex úr þessum hræðilegu aðstæðum og eru þau sameinuð á heimili SOS móðurinnar Patience í SOS Barnaþorpinu í Tema. Styrktarforeldrar greiða framfærslu þeirra og fylgjast með uppvexti þeirra.

„Þegar ég komst að því að ég myndi fá svona mörg börn á einu bretti, m.a. tvíbura og þríbura, fékk ég áfall. Þetta var aðeins of mikið“ segir Patience. Hún er þó komin yfir áfallið og elskar börnin eins og þau væru hennar eigin.

„Ég vernda þessi börn eins og ég ætti þau. Þau þurfa nefnilega að fá að upplifa móðurástina,“ segir Patience.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og veitir því fjölskyldu á kærleiksríku heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Styrktaraðilar SOS fá endurgreiðslu frá Skattinum!

Styrkja eitt barn 3.900 ISK á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 ISK á mánuði