SOS sögur 27.maí 2016

Fyrir og eftir: Christa í Búrúndí

Christa er frá Búrúndí. Hún var aðeins einnar viku gömul þegar móðir hennar lést. Móðirin féll niður holu í útihúsi og þrátt fyrir að hafa verið bjargað þaðan dó hún stuttu eftir slysið.

Framtíð Christu var ekki björt fyrst um sinn. Hún var sett í umsjá aldraðrar og fátækrar ömmu sinnar sem átti erfitt með að fæða og klæða barnabarn sitt. Í Búrúndí er tíðni barnadauða með þeim hæstu í heiminum, en um 8% barna deyja fyrir 5 ára aldur í landinu.

Þegar enginn var eftir til að sjá fyrir Christu var henni boðið öruggt líf hjá ástríkri fjölskyldu í Barnaþorpi SOS. Alls búa um 660 börn í barnaþorpum í Búrúndí.

Christa

 Í dag er Christa hæfileikarík 18 ára kona með bjarta framtíð fyrir höndum. Hún stundar nám við SOS Hermann Gmeiner skólann í Bujumbura, Búrúndí og hefur áform um að gerast blaðamaður.

Þegar Christa var ung hafði hún gaman af að leika sér í parís, fara í feluleik með SOS systkinum sínum og sippa. Nú hefur hún áhuga á körfubolta og er afar fær í íþróttinni.

 Þrátt fyrir að eiga gott líf í SOS Barnaþorpinu getur Christa ekki sleppt því að hugsa um líffræðilegu fjölskylduna sem hún þekkti aldrei.

 „Ég á enga líffræðilegan föður eða móður og engin fjölskyldutengsl utan SOS-fjölskyldu minnar.“ Segir Christa. „Ég ver frítíma mínum með SOS-móður minni, en það væri frábært að vita hver ég í raun er.“

Vinstri: 5 ára Christa, hægri: 9 ára Christa ásamt SOS-systur sinni

Um það bil 610.000 börn í Búrúndí eru munaðarlaus. Mörg þeirra hafa misst foreldra sína vegna alnæmis, en í fleiri tilfellum hafa þau verið yfirgefin vegna fátæktar. SOS Barnaþorpin hafa verið í Búrúndí frá árinu 1979 og starfa nú á 5 stöðum þar í landi. Auk þess að reka 5 barnaþorp býður SOS upp á dagvistun barna, menntun, verkmenntaskóla og heilbrigðisþjónustu.

Stefna SOS Barnaþorpanna er að styrkja fjölskyldur svo að börn sem eiga á hættu að missa foreldra sína vegna fátæktar fái að eyða lífi sínu með þeim. Þau börn sem geta ekki verið hjá eigin fjölskyldu geta fundið ástríkt heimili hjá SOS Barnaþorpunum. 

 

 

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði