SOS sögur 24.apríl 2017

Framtíðar blaðamaður

Hin 17 ára Sabina býr í SOS Barnaþorpinu í Brovary í Úkraínu. „Ég hef búið í þorpinu síðan árið 2010 ásamt eldri bróður og tveimur yngri systrum. Við búum öll saman ásamt SOS móður okkar,“ segir Sabina.

Sabina er núna í ellefta bekk í skóla. „Mér finnst tungumál skemmtileg og saga líka en stærðfræði er ekki fyrir mig. Sem er allt í lagi því ég stefni á að verða blaðamaður í framtíðinni.“

Sabina hefur vakið mikla athygli á skólanum fyrir skrif sín en hún segist alltaf hafa haft gaman af því að skrifa. „Hvort sem það er á facebook eða lengri texta, þá eru skrif mín uppáhalds samskiptaleið."

„Að eiga samskipti við fólk í mismunandi aðstæðum er mjög áhugavert og því langar mig að verða blaðamaður. Ég veit að ég þarf að leggja hart að mér til að ná markmiðum mínum en ég hef fulla trú á sjálfri mér.“

Sabina segir líf sitt innihaldsríkt og skemmtilegt. „Áður en við systkinin komum í þorpið var líf okkar ekki gott. Það hins vegar breyttist á einum degi og í dag gætum við ekki verið sáttari. Við eigum frábæra móður sem styður okkur í einu og öllu og tækifærin fyrir framtíðina eru fjölmörg,“ segir þessi hæfileikaríka stúlka að lokum.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og veitir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Viljir þú styrkja barn í tilteknu landi, t.d. í Króatíu, skrifar þú einfaldlega „Króatía" í dálkinn fyrir athugasemdir.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði