SOS sögur 20.október 2017

Fór á foreldranámskeið

Rosibel Quirós Abarca er 26 ára og ólíkt flestum konunum sem eru skjólstæðingar Fjölskyldueflingar SOS í Tres Rios í Kosta Ríka, er hún með gott bakland. Hún átti hinsvegar í persónulegum erfiðleikum og var hrædd um að sín erfiða barnæska og móðurleysi kæmi niður á börnunum. Þess vegna vildi hún fá aðstoð hjá SOS Barnaþorpunum.

„Ég hef aldrei lamið börnin mín en ég varð mjög reið og öskraði á þau. Þegar að yngra barnið fæddist kenndi ég eldra barninu oft um eitthvað sem kom fyrir. Til dæmis, ef yngra barnið datt þá var það eldra barnið sem gerði eitthvað til að valda því,“ segir hún.

Rosibel er gift og var átján ára þegar hún varð ófrísk. Fjórum árum síðar eignaðist hún annað barn. „Mér fannst erfitt að verða móðir þar sem ég bjó aldrei með minni móður. Ég vissi ekki hvernig ég átti að tækla móðurhlutverkið þar sem ég hafði aldrei haft neinar fyrirmynd. Ég var líka hrædd um að mistakast og verða eins og mín móðir. Ég fór á foreldranámskeið á vegum SOS og lærði þar að takast á við ýmis vandamál sem upp koma á heilbrigðan hátt,“ segir hún.

Eiginmaður Rosibel, tengdaforeldrar hennar og vinir studdu ákvörðun hennar um að sækja námskeiðið og eru öll sammála um að það hafi hjálpað mikið. Námskeiðið stóð yfir í tvö ár en Rosbiel mætti samviskulega einn dag í viku. Hún sleppti aldrei tíma og var afar áhugasöm. „Á námskeiðinu var mikil áhersla á hvernig maður gæti alið upp börnin sína með ást og án þess að öskra, sem var frábært fyrir mig. Ég öskra ekki lengur á börnin mín, ég held ró minni og tala við þau á rólegum nótum,“ segir Rosibel stolt.

Rosibel er enn skjólstæðingur Fjölskyldueflingar og sækir nú fleiri námskeið á vegum SOS. „Ég hef þó minni tíma núna þar sem ég er farin að vinna fulla vinnu á snyrtistofu. Líf mitt hefur breyst ótrúlega mikið eftir að SOS kom til sögunnar og ég er mjög bjartsýn fyrir framtíðina,“ segir hún að lokum.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og veitir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Viljir þú styrkja barn í tilteknu landi, t.d. í Króatíu, skrifar þú einfaldlega „Króatía" í dálkinn fyrir athugasemdir.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði