SOS sögur 30.janúar 2019

Ferðaðist í tvo sólarhringa til að hitta styrktarforeldri frá Íslandi

Um 9 þúsund Íslendingar eru styrktarforeldrar barna í SOS Barnaþorpum víða um heim. Margir þeirra nýta sér rétt sinn til að heimsækja styrktarbörnin sín og er sú lífsreynsla nær undantekningarlaust ógleymanleg. Þurý Bára Birgisdóttir hefur sl. 4 ár styrkt dreng í barnaþorpinu Bhuj í Indlandi sem hún heimsótti í nóvember síðastliðnum ásamt Ingibjörgu systurdóttur sinni.

GERAST SOS-STYRKTARFORELDRI

Vildi sjá hvað peningarnir fara í

„Ætli ég hafi ekki hugsað með mér að nú ætti ég að gera eitthvað gott í heiminum. Eitthvað sem skiptir máli. Við frænkurnar vorum að fara til Indlands og fannst upplagt að athuga hvort við kæmum ekki fyrir heimsókn í barnaþorpið í okkar ferðaáætlun. Mig langaði að vita hvað maður er að borga í þegar maður er að borga í hjálparstarf,“ segir Þurý.

Frænkan gerðist styrktarforeldri

Þurý segir þær frænkur hafa báðar orðið fyrir djúpstæðum áhrifum í heimsókninni og þegar þær komu á hótelið sitt fór Ingibjörg inn á heimasíðu SOS Barnaþorpanna á Íslandi og skráði sig sem styrktarforeldri.

Þakklætið kom á óvart

Drengurinn er í dag á nítjánda aldursári. „Það sem kannski sló mig mest var hversu þakklátur hann var. Maður fann að það skipti hann mjög miklu máli að úti í hinum stóra heimi væri einhver sem lét sig líf hans varða." Og þakklæti drengsins kristallast ekki síst í þeirra staðreynd að hann lagði á sig ferðalag í samtals tvo sólarhringa til að hitta Þurý. Heimavistarskóli sem hann sækir í Indlandi er í eins sólarhringsfjarlægð frá barnaþorpinu í Bhuj og það ferðalag lagði hann á sig eingöngu til að hitta styrktarforeldri sitt frá Íslandi.

Verðlaunin eru að taka þátt í framtíð hans

Í skólanum er drengurinn á fyrsta ári í verkfræðinámi. „Fyrir mér eru það verðlaunin mín svo að segja. Þarna er ungur maður sem er ákveðinn í því að gera eitthvað í lífinu. Að fá að vera pínulítill hluti af því skiptir mig rosalega miklu máli.“

Viðtalið við Þurý má sjá í spilaranum hér fyrir fyrir ofan.

GERAST SOS-STYRKTARFORELDRI

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði