Fatahönnuður ólst upp í SOS barnaþorpi
Ruth Morris ólst upp í SOS barnaþorpinu í Monroviu, höfborg Líberíu, frá því hún var eins árs hjá SOS-móður og -systkinum. Hún flutti þaðan árið 2008 og fór að standa á eigin fótum en það tók hana nokkurn tíma að finna sér farveg í lífinu. Í dag er hún kunnur fatahönnuður í borginni þó fatalína hennar, Morris Design, sé kannski ekki enn komin á stall með Donatella Versace eða Coco Chanel.
Sönn ímynd sköpunargáfu
„SOS Barnaþorpin kenndu mér ungri að árum að verða sjálfstæð og hjálpuðu mér að þróa með mér hæfileika mína. Ég lærði að leggja hart að mér og treysta á sjálfa mig,“ segir Ruth sem lærði frumkvöðlafræði og fjármálastjórnun og rekur í dag sitt eigið fyrirtæki. Hún á fatalínuna Morris design og hannar litrík föt í anda afrískra þjóðbúninga fyrir ungar konur.
Byrjaði á að teikna flíkur
Ruth hefur hannað föt síðan hún var 13 ára en hún lærði saumamennsku með því að æfa sig í að teikna flíkurnar. Hönnun hennar sem sker sig úr eru kjólar, pils og toppar sem hún selur á vinnustofu sinni við verslunargötu og á Instagram síðu sinni @ruthmorrisdesign
Salan gengur svolítið hægt núna
„Ég hef verið hérna í nokkra mánuði. Salan gengur svolítið hægt núna af því að þetta er ný staðsetning. Ég vann áður heiman frá mér en hér eru vörurnar mínar sýnilegri,“ segir Ruth sem vinnur nú að því að hanna nýtt vörumerki sem vísar í sérstaka hárgreiðslu hennar.
Vörumerkið byggt á sérstakri hárgreiðslu
„Hárið mitt er með ljósum litum og ferskur vindurinn blæs gegnum það,“ segir Ruth og hlær. Þessi kraftmikla unga kona ætlar sko ekki að láta háa tíðni sárafátæktar og atvinnuleysis í Líberíu draga úr sér kjark.
SOS foreldri
Vertu SOS foreldri
SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.
Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.